Náttúrufræðingurinn - 1948, Side 40
182
NÁTTÚRUFRÆBINGURINN
dýraríki landsins, á landi, í sjó og í vötnum, útbreiðslu tegundanna og fjölda þeirra,
og fylla út í eyðurnar þar, sem þess er nokkur kostur. í fyrsta lagi eru raktar allar
þ:er heiniíldir, sem til eru um þetta efni á ýmsum málum, i öðru lagi er unnið úr
öllum þeim gögnnm, sem geymd eru í ýmsum dýrafræðisöfnum víðsvegar um álfuna,
í þriðja lagi er nýttur allur sá efniviður, sem rannsóknarferðir um landið hafa látið
í té, og loks hafa sérstakar rannsóknir verið gerðar til þess að brúa breiðustu hylina.
Þeirri stefnu hefur verið fylgt frá byrjun að leita til færustu sérfræðinga viðs vegar
um lönd um samvinnu við útgáfuna, og hefur hver þeirra unnið úr efniviðnum í
sinni scrgrein og skilað ritgerð um árangurinn.
Eins og þegar er greint, er ætlazt til, að verkið verði fimm bindi, er komi út í um
90 heftum. Hér á eftir fylgir yfirlit um efnisskipun verksins, einkum ætlað þeim,
sem áhuga kynnu að hafa á að eignast ritið. Þar er þess gelið, hvað af ritinu cr þegar
kcmið út, live miklu efnismagni hvert hefti nemur og livað Jrað kostar.
Zoology of Iceland er eingöngu unnin úr íslenzkum efniviði. Ritið mun verða til
ómetanlegs gagns öllum þeim, sem framvegis fást við dýrarannsóknir á Islandi. Það
er heimild, sem sýnir, hvar við stöndum í dag. Enginn ætlar sér þá dul, að hér sé að
ræða um alfullkomið yfirlit. Yfir margt kann að hafa skotizt, þótt mikil vinna hafi
verið lögð í að tína allt til. Einkum munu, að sjálfsögðu, bætast margar nýjar teg-
undir í ýmsa dýraflokka, bæði vegna aukinna rannsókna og* eins af því, að dýralífið
kann að breytast. Tegundir, sem eru algengar í dag, kunna að verða miður algengar
eftir einn mannsaldur og nýjar að hafa bætzt við. — Það skal að lokum tekið fram,
ti! Jress að sneitt verði hjá misskilningi, að Z. I. er algerlega vísindalegs eðlis og verður
tæplega hagnýtt til gagns af öðrum en þeim, sem góðan undirbúning hafa eða mikinn
áhuga ásamt þekkingu í ensku og á latneskum nöfnum á dýraflokkúm og tegundum.
EFNISYFIRLIT
Bls.- Bókhl,- Áskr,-
fjöldi verð verð
Fyrsta bindi. Ilitroduction and General Ecology.
*1. hefti. I’reface (Formáli. S. I,. Tuxen og Á. F.) ..... 4
2. — History of the Zoological Exploration of Iccland
(Saga dýrafræðilegra rannsókna á íslandi) .......
3a — Sig. Þórarinsson: Geomorphology (Landslýsing) ....
3b — Jón Eyþórsson: Climatology (Lýsing veðurfars) ....
*4. — H. TÓmsen: Hydrography (Eðlislýsing sjávarins) .... 40 3.25 2.25
5. — Henn. Einarsson: The Coastal Plankton of the Sea
(Svifdýralífið við strendur landsins) ................
*6. — The Benthonic Animal Communities of the Coastal
Waters (Botndýralífið við strendur landsins) ......... 45 4.50 3.00
7. — Jón Jónsson: The Animal Communities of the Tidal
Zonc (Dýralffið í fjörunni) ......................
8. — S. L. Tuxen: The Animal Communities of the Soil
(Dýralíf jarðvegsins) ............................
Stjarna merkir að ritið sé þegar komið út.