Náttúrufræðingurinn - 1948, Blaðsíða 44
186
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
fióðleiks, er tvöfölíl ástæða til að þakka höfundi hennar þær stundir, eflaust margar,
sem hann hefur eytt til verksins, láglaunaður eða án annars ágóða en gleði semjandans.
Hið nýja ágrip af liffraiði eftir Sigurð H. Pétursson, gerlafræðing, er bók, sent allt
Jretta á við.
Um líffræði hefur engin aljtýðleg kennslubók verið skrifuð fyrr á okkar máli, en
í æðri skólum hafa verið notaðar bækur, sem hafa ekki verið miðaðar við þann hlut-
fallslega illa og úrelta undirbúning í grasafræði og dýrafræði, sem íslenzkir gagnfraiða-
skóiar láta nemendum sinum í té. I’að er ekki eingöngu því að kenna, að kennslu-
stundir eru of fáar, heldur og hinu, að lítið hefur verið vandað til kennslubókanna á
hinum síðustu tímum, en aðeins litlu fé eytt við og við lil mjög lítilla og ófullkominna
endurbóta á nú úreltum ágætisbókum, sem endurprentaðar eru æ ofan í æ með óbreytt-
um villum. Árangurinn verður lítill skilningur á náttúrufræði meðal þjóðarinnar og
lítil og götótt kunnátta hjá Jreim stúdentum, sem helzt liefðu þurft að fá gott yfirlit
yfir þessar greinar í skóla. Þessi nýja bók bætir vafalaust mikið úr þessu, ckki sízt
sökum þess að hún gerir ráð fyrir frekar götóttri þekkingu á grundvallaratriðum í
grasafræði og dýrafræði.
]>að er hægt að skrifa ágrip um líffræði á þúsund ólíka vegu, og sýnist sitt hverjum
um valið. Sjálfur er ég þeirrar skoðunar, að iieppilegast væri að iiyggja slík rit fyrst og
fremst á Jnóunarsögu lífsins og á athugunum um sambúð jurta og dýrategundanna.
A þann hátt er hægur vandi að koma að öllu meginefni líffræðinnar í rökréttu sam-
bandi, Jrótt ekki sé notað meira rúm cn í þessari l>ók. Þótt S. H. I’. hafi ekki valið
Jressa leið, hefur honum tekizt að seinja prýðilega bók, sem undiralda þróunarkenn-
ingarinnar einkennir öðru fremur. Ef sá, sem les bókina með athygli, herir ekki öll
undirstöðuatriði líffræðinnar og sannfærist um leið um réttmæti þróunarkenningar-
innar, ber að lýsa sök á hendur öðrum en höfundi þessarar nýju bókar.
Að sjálfsögðu er þcssi líffræðibók ekki fullkomnari en önnur ágrip af umfangs-
miklum vísindagreinum, svo að hæglega mætti telja fram fjölda smáathugasemda, blása
jxer fjöllunum hærri og lasta höfundinn á grundvelli þeirra. Það verk læt ég Jjó öðru-
vísi innrættu fólki eftir, en vildi aðeins leyfa mér að benda á nokkur smáatriði, sem
bctur mættu fara að mínu viti, í þeirri von að taka megi tillit til Jreirra i næstu út-
gáfu ágripsins. Að Jní loknu skal ég fetta fingur út í nokkur hinna mýmörgu nýyrða,
sem bókina prýða.
1. Frumur. — I kaflanum um frumur koma fyrir teiknin /j og m/i, án þess að þess
s'- getið, hvað þau heita. Hið fyrra er lesið tný, hið síðara millímý. I sambandi við
„vírusana" (s. 6) segir höfundur, að sökum smæðar Jreirra sé mjög vafasamt, hvort
unnt sé að líta á þá „sem frumur, J>. e. sem lifandi verur." Menn gætu haldið, að
þetta ætti að þýða, að líffræðingar yfirleitt líti á frumur sem lægstu stig lífsins eða
scm minnstu einingar Jress. Flestir Jreir líffræðingar, sem fást við erfðafræði, tclja hin
svonefndu kon (gen) vera hina minnstu lifandi einingu, en álíta vírusana vera eins-
konar flökkttkon, fyrirrennara sjálfra frumnanna. Sjálfur efast ég ekki um, að þeir
tilheyra hinum lifandi heimi.
Frumukjarnínn er samsettur fyrst og fremst af hinu umdeilda kjarnahýði og af lit-
þráðunum (krómósómunum). Hvort hinn svonefndi kjarnasafi er nokkuð atinað en
venjulegt frymi, skal ósagt látið, en hið svonefnda kjarnanet er úrelt hugmynd, sem
byggist á röngutn myndum lélegra smásjáa um aldamótin og fram að fyrri heimsstyrj-
iildinni. Það litni, sem sagt er, að safnist saman og myndi litþræðina, er ætíð í Jrcim,