Náttúrufræðingurinn - 1948, Side 45
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
187
en á hvíldarstiginu eru þeir útteygðir, en snúast upp í gorma, styttast og gildna, þegar
ski])ting á sér stað.
Aðalstarf kjarnans er eklii í samltandi við frumuskiplinguna, heldur í sambandi við
myndun þeirra hvata (hormóna), sem valda sköpun hinna ýmsu ættgengu eiginleika.
Það er á hvildarstiginu, að kjarninn eða réttara sagt kon litþráðanna verka fyrst og
fremst, en ekki við kjarnaskiptinguna. Skiptingin sjálf er í rauninni aukaatriði, þótt
mikilvatgt sé, að hún fari að öllu leyti rétt fram. En vanti kjarnann, fer engin skipt-
ing fram, meðal annars vegna þcss að sérstök kon stjórna frumuskiptingum.
Það er ekki rétt, að ekki hafi fundizt kjarnar í lægstu étnfrumungum, og eins er
það rangt, að kirni þeirra eða litni sé dreift um frymið aiit. Síðustu tvö eða þrjú árin
hafa birzt í erfðafræðitímaritum allmargar ritgerðir, sem skýra frá því, að bakteríur
ýmissa tegunda liafi kjarna, sem lita þaíf á sérstakan veg, og það er talið mjög óscnni-
legt, að blágrSnir þörungar séu kjarnalausir. Höfundttr líffræðiágripsins hlustaði
síðastliðinn vetur á dr. Jón Löve, lífefna- og gerlafræðing, segja frá þessu á fundi í
Náttúrufræðifélaginu, en ef til vill hefur prentun bókarinnar þá verið komin of langt,
til að þcssu yrði breytt — enda ekkert aðalatriði.
2. Vefir og liffœri. — í þessum kafla hefur höfundur komið fyrir miklttm fróðleik og
réttum. Þó hefði mátt geta þess, að hið fitukennda efni, sem smitar út úr húðfrum-
um jurta og ver þær útgufun, kallast í daglegu tali vax, og fyrst verið er að geta þcss,
að loftaugun séu á efra borði flotbláða, hefði ekkert gert til, þótl bent væri á um
leið, að svipað sé um loftaugu melgresis og krækilyngs og annarra jurta, sem verjast
útgufun með leðurkenndum verptum blöðum. Kaktusar safna vatni í stofna sína og
greinar og lifa í hitaeyðimörkum, en krækilyngið ber hlutfallslega vatnslítil blöð, svo
að betra hefði verið að taka annað íslenzkt dæmi um jurtir, sem geyma vatn í blöðum,
bví ekki melapung?
1 sambandi við litkorn dýrahúðarinnár (s. 36) er þess getið, að viss dýr geti skipt
litum, og það skýrt með tilfærslu litkornanna í frumunum. Einn kennari minn í dýra-
fræði hefur áratugum saman rannsakað slík litarkorn, og minnir mig, að hann hafi
sýnt okkur myndir af [)ví, að þessi svonefndu litkorn gætu að minnsta kosti oft teygt
úi sér og myndað langar griplur sem og dregið sig í kút, án þess að flytja sig til.
Vera má þó, að þetta sé misminni mitt.
3. Viöbrögö og eölishvatir. — Þessi kafli er j stytzta lagi, og sumt, sem þar er nefnt,
þarf frekari skýringa við. Leitni jurtanna verðttr skýrð mcð jurtahvötum (hormónum,
sjá Nfr. I9J0, s. 165—171), og næmi mímósunnar er skýrt mcð hvötum og þrýstings-
breytingum, aðallega hinu síðarnefnda. Það vantar frásagnir af jurtahvötum yfirleitt
og eins af áhrifum dags og na tur á jurtirnar, þýðingu dagslengdarinnar (fotoperio-
dism) og öðru svipuðu, sem talið er til hins mikilvægasta í jurtalíffræði nútímans.
4. Fjölgunin. — Þessi kafli er einn mikilvægásti kafli bókarinnar, og vafalaust er
vandrataður hinn gullni meðalvegur við samningu hans, ekki sízt sökum þess að efni
hans er sem stendur slfelldum breytingum undirorpið. Sem betur fer hefur höfundur
þó sneitt hjá aukaatriðunum og tekizt að semja sæmilegt yfirlit um þessi grundvallar-
atriði líffræðinnar. Að sjálfsögðu hefur hann þó strokizt við nokkur smásker, sem illt
er að komast hjá ósnortinn, nema erfðafræðingar eigi í hlut, en allt ct' það þó niein-
lítið.
Áður hefur vcrið minnzt á kjarnanetið, sem cr ekki lil. Litþræðirnir klofna á 4.
stiginu, en sá klofningur kemur ekki í Ijós fyrr en á 1. stigi næstu skiptingar á eftir.