Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1951, Side 3

Náttúrufræðingurinn - 1951, Side 3
Útgáfa náttúrufræðirita Hjá fáum menningarþjóðum munu áhrifamenn um fjármál og stjórnmál vera eins kærulausir um þjóðlegt framlag á sviði náttúru- vísinda eins og hér á landi. Þetta á að nokkru leyti rætur sínar að rekja til þess, að við höfum lengst af búið við frumstæða atvinnu- hætti, rányrkju á landi og sjó. Af þeim siikum liafa náttúruvísindi átt litlum stuðningi að fagna, enda er þekkingarskortur á náttúru lands og sjávar atvinnuvegunum nú slíkur þrándur í götu, að fyrir- sjáanlega verður að leggja ríka áherzlu á að bæta úr vanrækslusynd- um fortíðarinnar og hygg ég að stjórnmálamönnum verði sú stað- reynd æ ljósari eftir því sem atvinnuvegir okkar þroskast. Síðustu árin hafa flest meginrit um náttúrufræði verið gefin út er- lendis og oft fyrir frumkvæði erlendra manna. Okkar eigin útgáfu- starfsemi hefur enn ekki komizt á verulegan rekspöl vegna fjárskorts. Það liggur í augum uppi að þetta er óviðunandi ástand, sem krefst bráðrar úrlausnar. Útgáfustarfsemi okkar verður að vera tvíþætt að minnsta kosti. Annars vegar verður að gefa út íleiri náttúrufræðirit á íslenzku og efla starfsemi þessa tímarits að mun. Hins vegar verður að sameina alla náttúrufræðinga um útgáfu vísindarits á erlendu máli. Er mjög brýn nauðsyn á því að forystumenn náttúruvísindalegra stofnana hefji samvinnu um útgáfu slíks rits, sem tvímælalaust mundi hljóta stuðning allra starfandi náttúrufræðinga. Það eru ekki eingöngu faglærðir náttúrufræðingar, sem nú stunda rannsóknir af kappi. Þeim áhugamönum fer fjölgandi, sem aflað hafa sér nauðsynlegrar undirstöðumenntunar til þess að verða að miklu liði við dýra-, grasa- og jarðfræðilegar athuganir. Hefti það af Nátt- úrufræðingnum, sem nú berst lesendum í Iiendur, er glöggt dæmi þess, hve drjúgan skerf áhugamenn leggja nú af mörkum, og á ég þar sérstaklega við greinar Kvískerjabræðra. NáttúrufrœSingurinn, 3. h. 1951 7

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.