Náttúrufræðingurinn - 1951, Síða 9
ESJUFJÖLL OG MÁVABYGGÐIR
103
þessi er frá þeim komin, en sönnur eru á því, að í raun og veru var
þessu farið nokkuð á aðra leið: Fyrir förinni var ráðsmaður séra
Þorsteins. Bóndi einn, nákunnugur honum, lét þess getið löngu síð-
ar, að hann hefði komizt á snoðir um að þeir félagar hefðu ekki
nennt að fara alla leið, og konrið sér saman um að bera þessu við. Þeir
fóru ekki mjög langt og hvíldu sig einhvers staðar inn með fjöllum
góðan tírna. En hinu hafa þeir haldið á loft við almenning, og hafa
víst meðþessu gert sitt til að lialda við útilegumanntrú í byggð sinni!
Eins og frásögn þessi ber með sér um tilgang fararinnar, liafa
menn þá munað sagnir um fugla eða varp þarna innfrá. Hefur það
orðið til þess að fleiri reyndu að kornast þangað á þeirn árum. Næsta
ferð þangað — hin þriðja, sem sagnir eru af — var farin frá Kvískerj-
um í Öræfum um 1870—80, er Sigurður Ingimundsson bjó þar.
Sendi hann vinnumenn sína tvo, Kjartan Þorláksson og Halldór
Magnússon, til Mávabyggða í eggjaleit. Ferðin tók þá h. u. b. tvo
daga. Fundu þeir engin egg, en munu hafa séð fáeina fugla. Sögðu
þeir, að í Mávabyggðum væri ekki annað að sjá en bera kletta.
Eftir þetta líður langur tími þangað til næst er farið í fjöll þessi,
og verða þá til þess útlendir menn. Sumarið 1904 unnu danskir
landmælingamenn að mælingum í Skaftafellssýslum, þ. á. m. á Ör-
æfajökli og Skeiðarár- og Breiðamerkurjöklum ásamt nærliggjandi
fjöllum. Er þeir voru að ljúka mælingum á jöklinum, höfðu þeir
Koch og Buchvaldt, þáverandi premíulautinantar, tjaldstað fáeina
daga skamnrt nv. af Esjufjöllum seint í júlí. Fór þá Buchvaldt til
Esjufjalla, en varla hefur hann nenra aðeins skroppið þangað að vest-
anverðunr fjöllununr. Aðspurður kvaðst hann hafa séð þar grasgróð-
ur „svo senr í einn vettling“. Mælingamennirnir lröfðu nreð sér liest
á jöklinum (norðan Öræfajökuls) fyrstu dagana, en urðu að koma
lronunr til byggða fyrr en þeir ætluðu, vegna fóðurskorts. Upplraf-
lega ætluðu þeir að fá flutt hey upp í Esjufjöll. Fengu til þess nrann
frá Reynivöllum, og lagði hann af stað með hey á einum hesti upp
með Esjufjallarönd, en varð að snúa altur vegna sprungna, er hann
hafði skanrmt farið.
Síðar sama sunrar gengu tveir Skotar, L. S. Muir og J. H. Wigner,
yfir þveran Vatnajökul. Lögðu þeir á jökulinn um Brúarjökul og
fóru þaðan til Esjufjalla, en síðan vestur til Grænalóns.
Næst er svo konrið í Esjufjöll 1912. Þá fór J. P. Koch með nokkr-
unr mönnum yfir þveran Vatnajökul á lrestum. Lögðu þeir ujrp frá
unr jöklinum og konru í Esjufjöll 21. júní, seint unr kvöldið. Skoð-