Náttúrufræðingurinn - 1951, Page 12
106
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
ið sé gamalt. Á uppdrætti herforingjaráðsins sýnist nafnið eiga að
tákna þessa hæð, en ekki mun það þekkjast hér nú, sem heiti á ein-
stiiku fjalli. Hvað sem því líður, á það vel við að halda nafninu á
klettafjalli þessu.
Út frá áðurnefndri hjarnbungu ganga, sem fyrr segir, þrír mjóir,
hvassbrýndir fjallranar, um (3—9 km langir og enda allir fremst í all-
2. mynd. Mávabýggðir séðar sunnan frá. Kaplaklif lítið eilt lil vinslri við mennina
á myndinni.
háum fellum eða kiettaborgum. En þó eru lækkandi hálsar eða
,,sker“ niður undan þeim, einkum fram af miðfjallinu. Eru þau þar
fremst lægra yfir sjó en önnur fjöll í jöklinum svo langt frá jökul-
jaðrinum; um 700—900 m.
Syðsta fjallið er að vísu nokkuð frábrugðið að útliti. Ofan til er
tindaröð, sundurslitin af hjarnjökli en frernst allmikið fjall. Til
norðurs og suðausturs rís samfelldur klettaveggur upp úr jöklinum
en uppi á brúninni skiptast á hvilftir og klettabríkur. Sunnan í fjall-
ið er allbreitt vik með aðlíðandi halla l'rá jökli og upp að klettunum,
en liggur þó svo hátt, að snjó leysir þar venjulega seint. Lítilsháttar
gróður sést í fjallinu, en gætir þó lítt tilsýndar.
Hinir fjallsröðlarnir tveir eru samfelldar, brattar klettaeggjar,