Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1951, Page 14

Náttúrufræðingurinn - 1951, Page 14
108 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN burn, krækiberja- og bláberjalyng. En alls staðar eru skriður á milli og brekkurnar því livergi breiðar. Gróðurblettir ná þó mun lengra inn eftir. Hálsarið nokkur taka svo aftur við talsvert lengra inn með fjallinu að vestan, sést þar einnig smávegis gróður. Einnig hinum megin við fjallið að norðaustanverðu, en þar er það brattara og meira um kletta. Nyrzta fjallið er að flestu líkt miðfjallinu, þó varla sé það eins til- komumikið. Gróður er þar dálítill, aðallega í bröttum brekkum suð- vestan undir fjallinu framan lil, þó varla eins og í hinu. Einnig eru allbreið sker eða hálsar dálítið lengra inn með fjallinu að suðvestan. Oftast leysir snjó að mestu leyti úr fjallaröðlum þessum er líða tekur á sumrið, þar sem veit á móti sól. Milli vestri I jallanna er þröngur dalur, hulinn jökli. Hinu megin við miðfjallið er og dalur en miklum mun víðari, og gengur fram í hann fjallsmúli einn, eða öllu heldur tveir. En inn af honum ber Esju við loft, og er lægð nokkur milli hennar og miðfjallsins nokkru lengra inn eftir. Esjufjöllin eru sérkennileg fjöll og tilkomumikil og útsjón þaðan tignarleg — livort sem litið er til Öræfajökuls eða Þverártindseggjar og Veðurárdalsfjalla. En jökullinn í suðri og ljöllin í austri eru mjög sitt með hvorum svip, eins og líka Esjufjöll eru frábrugðin Máva- byggðum; og er þó einkum Þverártindsegg með afbrigðum svipmik- il og tignarleg. Bergtegundir. Um bergtegundir verður ekki Ijölyrt hér, enda brestur þekkingu og yfirlit til að gera þeim skil. Mávabyggðir munu að mestu úr móbergi, a. m. k. neðan til. Þar er það fremur Ijóst að lit. Frá miðju og upp á brún er það mun dekkra. Fingurbjörg a. m. k. mun úr líparíti. í Esjufjöllum, framan til a. m. k„ mun að miklu leyti móberg. Þó mun þar einnig gæta nokkuð basalts inn á milli. I hinum háu hömrum Esju er ljósleitt berg, tilsýndar að sjá áþekkt líparíti. Á hálsinum framan í miðfjallinu er einkennileg, hallandi mola- bergshlein (í stefnu N—S). Minnir hún helzt á harðnaðan jökulruðn- ing. Austan í hálsinum eru djúp gil eða bollar með bröttum veggj- um. í þeim var mikil fönn, en helzt leit út fyrir að um gígi væri að ræða, enda sýnist á stöku stað gjallhúð innan á veggjum. Verður og lítilsháttar vart við laust gjall nokkru fjær. Spölkorn inn með háls- inum að austan, fundust smámolar af brennisteini á jöklinum, innan um dreift grjót, sérkennilegt að gerð og lit.

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.