Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1951, Page 15

Náttúrufræðingurinn - 1951, Page 15
Hálidán Björnsson: Gróður og dýralíf í Esjufjöllum Gróður í Esjufjöllum er fremur lítill eins og vænta má, í fjöllum svo langt upp á jökli, en allmargar tegundir er þar að finna. Er gróðurinn aðallega sunnan í miðfjallarananum (eystri fjall- raninn, sem nær lengst til suðurs). Þar eru nokkuð stórar gróður- brekkur og nokkuð vestur eftir fjallinu að sunnan. Gróður finnst einnig víðasthvar annars staðar um framanvert fjallið. Ber mest á víðitegundum í Esjufjöllum, grávíði, loðvíði og gras- víði; grastegundum nokkrum t. d. blásveifgrasi, fjallasveifgrasi, fjallafoxgrasi. lógresi og túnvingli o. fl. tegundum. Krækilyngog blá- berjalyng fundum við þar. Á krækilynginu var mikið af litlum óþroskuðum aldinum. Einn einirunna fundum við i Esjufjöllum. Var hann austarlega í miðfjallinu á litlum hól. Var hann furðu þroskalegur. í nyrzta fjallarananum eru allmiklar gróðurbrekkur sunnan á móti líkt og í miðfjallinu. Eru þar flestar tegundirnar að finna er vaxa í miðfjallinu. Þar fundum við rauðstörina, en hún fannst ekki í miðfjallinu. Ingimar Óskarsson, grasafræðingur, hefur gert okkur þann nrikla greiða að nafngreina allmargar plöntutegundir úr Esjufjöllum, sem við höfum sent honum. Eftirtaldar plöntutegundir eru allar fundnar í Esjufjöllum 28. og 29. júlí 1950, nema mosasteinbrjóturinn og fjallakobbinn. Þær teg- undir fundust 13. júlí 1943. Fjallakobbinn var ákvarðaður af Stein- dóri Steindórssyni, grasafræðing. Við gátum því miður ekki athugað útbreiðslu hverrar plöntuteg- undar eins og æskilegt hefði verið, vegna þess að við höl'ðum svo skamma dvöl í Esjufjöllum, og verður eftirfarandi plöntulisti að- eins þurr upptalning á plöntutegundum þeirn, sem við fundum þar.

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.