Náttúrufræðingurinn - 1951, Side 20
114
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
1. myncl. SjóbúriÖ i Florida.
bregður fyrir stórfiskum og eru sumir þeirra allvænir, tveir til þrír
metrar á lengd. Þarna gefur að líta barrakúta, risasíld, þyrnikarpa,
múrenur, skötur, tígrisháfa og við þá hanga meira að segja dvall'isk-
ar. Skyndilega birtast okkur tii mikillar ánægju heldur en ekki til-
komumiklir ltafsbúar, skapaðir eftir nýjustu straumlínutízku. En
þetta eru engir fiskar, heldur höfrungar, með öðrum orðum spen-
dýr, dýr, senr anda með lungum, en ekki tálknum eins og fiskarnir,
og eiga ættir að rekja til landdýra, en hafa gert sjóinn að heimkynni
sínu; breytt sér í fiska iíki, en gert ugga, eða bæxli úr fótunum, eða
því af þeim, er ekki var skilið eftir á landi. Og meðal höfrunganna,
sem eru auðþekktir á trjónumyndaða höfðinu, rofar nreira að segja
fyrir ungu marsvíni (2. nrynd).
Við göngum upp stiga l’rá ganginum, og stöndum síðan á barnri
tveggja geisimikilla þróa. Þaðan sem við stöndum nú, hátt uppi,
sjáum við langt út yfir grænan pálmagarðinn og fagurblátt liafið fyr-
ir utan ströndina, nær því hreyfingariaust í dag, en þaðan hvarfla
sjónirnar aftur að hafheinrinum, sem er inniluktur fyrir framan
okkur. Fyrst er mikið sjóbúr, kringlótt, 23 m í þvermál og nærri 4 m
djúpt, en í sambandi við ]>að er annað minna og grynnra, en þá tek-
ur við sjóbúr eitt mikið, ferstrent, 31i/á m á lengd en 12 m á breidd
og meira en 4 m djúpt. Þessi tvö miklu sjóbúr, eða hafbúr (Ocean-
arium), eins og þau nefnast, eru girt tvöföldum veggjum. Á milli