Náttúrufræðingurinn - 1951, Side 27
Sigurður Björnsson:
Jökulhlaupið 10. nóv. 1598
í almanakinu í „Vasaliandbók bænda 1951“ ei' talið að Öræfajök-
ull hafi gosið 10. nóvember 1598. Þessa er og víðar getið.
Fyrir því að þetta gos hafi átt sér stað, mun aðeins vera til ein
heimild, og er það bréf frá Ólafi Einarssyni skólameistara í Skálholti,
ritað á latínu.
Nákvæm þýðing af þessu bréfi mun ekki hafa verið gjörð á ís-
lenzku, en í ritgjörð Þorvaldar Thoroddsen um eldgos í Vatnajökli
segir svo:
„í bréfi frá Ólafi Einarssyni skólameistara er þá (1598) getið um
gos í Grímsvötnum og jökulhlaup úr Öræfajökli um allraheilagra-
messu eða í byrjun nóvembermánaðar; Idauzt af þessu nokkur skaði
á beitilöndum. Frá Skálholti sást eldurinn í austri hér um bil 8 daga.
Öræfajökull hljóp fram í sjó og tók af vegu alla fram með ströndinni
og voru jakarnir lengi eftir á sandinum. Svo mikið myrkur varð af
öskufalli þar eystra, að eigi var hægt undir berum himni að greina
staf á bók, og mönnum fannst myrkrið alveg áþreifanlegt.“
Þessi frásögn ber með sér, að Ólafur hefur haft allglöggar fréttir
af þessu hlaupi, og það sennilega eftir mönnum úr nágrenni Öræf-
anna, eða a. m. k. mönnum, sem farið höfðu urn Öræfin eftir að
hlaupið kom, saman ber það sem sagt er um skemmdir af hlaupinu
og myrkrið, sem því fylgdi.
Það er því ekki ástæða til að efa, að þessu hlaupi er rétt lýst, það
sem lýsingin nær, en hitt er full ástæða til að efa, sem af heimild þess-
ari hefur verið dregið, að Öræfajökull hafi gosið í þetta skipti.
Ólafur Einarsson var uppalinn á Norðúrlandi og hafði skamma
stund verið sunnan lands þegar þetta gjörðist, og mun því ekki hafa
verið vel kunnugur í Öræfunum eða þar í nágrenni og því ekki að
undra þó nöfn gætu ruglazt hjá honum.
Nafnið Öræli mun fyrst koma fyrir í heimildum 1412, og nafnið