Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1951, Blaðsíða 30

Náttúrufræðingurinn - 1951, Blaðsíða 30
12-1 NÁTTÚ RUFRÆfi 1NG li RI N N eggjum sínum og í júlí- mánuði komast lirfurnar á kreik, en ný kynslóð skríður úr púpunum í ágústmánuði. Þessi kyn- slóð dvelst ekki í land- inu nema fáar vikur, þá deyja fiðrildin eða taka sig upp og flögra suður á bóginn. Eitt og eitt eða í smáhópum komast þau al’tur til Norður-Afríku, að tilvísun einhverrar undursaml egrar eðl is- ávísunar, Jdví að foreldr- arnir hafa látið lífið og geta ekki vísað til vegar. Hvaða skilvit það er, sem gerir fiðrildin svo ratvís, er oss alveg ókunnugt um. Þessi sama tegund er einnig farfiðrildi í Norð- ur Ameríku. Ný kynslóð fæðist í Mexíkó að vetrarlagi. Þaðan flögra fiðrildin norður og aust- ur á bóginn á vorin, og dreifast um till Bandaríkin og til suðurfylkja Kanada. Eins og í Evrópu eru mikil áraskipti að mergð fiðrildanna, einstök ár er hún gríðarlega niikil, önnur ár sjást þau aðeins á stangli. Þessar sveiflur verða samtímis beggja megin Atlantshafsins. Atlantshafið er þistilfiðrildinu ekki óyfirstíganlegur farartálmi. Þegar verið var að leggja sæsímann milli Evrópu og Ameríku ár- ið 1865, en það var gert á hinu víðfræga hafskipi „Great Eastern", komu Jxar um borð tvö Jristilfiðrildi sama daginn, en þá lá skipið miðja vegu milli íslands og Nýfundnalands. Oft verður Jjessara fiðr- ilda vart mörg hundruð kílómetra fjarri ströndu. Vitað er um annað fiðrildi, sem getur flögrað yfir Atlantshafið. Það er einvaldinn (Danais plexipus, ,,Monarch“), nokkuð stórt fiðr- ildi, brúnt að lit. Heimkynni Jtess er Norður-Ameríka, en það finnst stundum í Engíandi. Á sumrin er það dreift um öll Bandaríkin, allt 1. mynd. Að ofan aömirálsfiðrildi (Vanessa alalanta). Að neðan þistilfiðrildi (Vanessa cardui).

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.