Náttúrufræðingurinn - 1951, Page 32
Reglur um vísindalegar rannsóknir
á Grænlandi
Enda þótt ísland sé á engan hátt lokað land, eru rannsóknarferðir útlendinga háðar
lcyfisveitingum og standa undir eftirliti Rannsóknarráðs ríkisins. Slíkar rannsóknar-
ferðir hafa farið mjög í vöxt hin síðari ár, en ekki hafa verið birtar neinar reglur, sem
þessum mönnum hafi verið settar. I>að er því allfróðlegt að vita, hvaða reglur Danir
hafa sett um ferðir og rannsóknir á Grænlandi, en þangað sækja útlendingar einnig
mjög til rannsókna. Jón Eyþórsson veðurfræðingur gerði Náttúrufræðingnum þann
greiða, að snara reglum þessum á íslenzku.
Reglur um vísindalegar rannsóknir á Grœnlandi 1949
Eftirfarandi reglur eru birtar í Kundgörelser vedrörende Grön-
lands styrelse, 1949, nr. 2, 143. bls. Hér eru þær teknar eftir The
Polar Record, July 1950.
Umsjónarnefnd vísindarannsókna á Grænlandi (Kommissionen
for videnskabelige undersögelser i Gr(jnland) gerði eftirfarandi
ályktun á fundi sínum h. 28. marz, 1949.
1. Nefndin álítur, að allar umsóknir um leyfi til vísindarann-
sókna á Grænlandi beri að leggja fyrir nefndina, áður en yfir-
stjórn Grænlandsmála tekur ákvörðun um þær.
2. Framvegis mun nefndin hafa hliðsjón af eltirfarandi atriðum
í sambandi við umsóknir erlendra vísindamanna um rannsókn-
arleyfi á Grænlandi:
a. Nefndin vill því aðeins veita slík leyfi, að umsækjandi sé hæf-
ur vísindamaður, enda hafi umsókn lians hlotið meðmæli við-
eigandi vísindalegra aðila í heimalandi hans.
b. Samþykki verður ekki veitt, ef viðfangsefni það, sem um er
að ræða, mundi leiða til tvíverknaðar við verkefni, sem dansk-
ir vísindamenn hafa þegar með höndum í Grænlandi, eða ern
líklegir til að taka upp innan skannns.