Náttúrufræðingurinn - 1951, Page 33
REGLUR UM VÍSINDALEGAR RANNSÓKNIR
127
c. Án þess að vilja fara í manngreinarálit milli landa, sem um-
sóknir kynnu að berast frá, vill umsjónarnefndin taka það
frarn, að umsóknir frá hinunr Norðurlöndunum eru öðrum
fremur líklegar til að hljóta vinsamlega algreiðslu.
Ný reglugerð um fararleyfi og ferðalög á Grænlandi 1948
1. Engar ferðir til Grænlands eru leyfilegar án sérstaks samþykkis
dönsku ríkisstjórnarinnar, nema sérstakur sáttmáli þar að lút-
andi hafi verið gerður um hið gagnstæða milli Danmerkur, o<>
annars ríkis.
2. Danskir borgarar, sem óska eftir að fara til Grænlands, verða að
senda umsóknir í tæka tíð í ráðuneyti forsætisráðherra, stjórn
Grænlandsmála.
3. Útlendingar, sem óska fararleyfis, verða í tæka tíð að senda um-
sóknir til ríkisstjórnar Danmerkur fyrir milligöngu ríkisstjórnar
í heimalandi sínu.
4. í slíkum umsóknum þarf að gera grein fyrir el'tirfarandi atrið-
um:
a. Nafni ferðamanns og þjóðerni.
b. Fyrirhugaðri ferðaleið og sér í lagi, livort viðkomandi óskar
að ferðast með skipum Grænlandsstjórnar eða hann sjálfur
getur séð sér fyrir fari að og frá landinu og innan lands á
Grænlandi.
c. Hvenær hann óski að komast til Grænlands og hve lengi hann
O O
hyggist þar að dvelja.
d. Tilgangi fararinnar.
e. Hvaða staði og svæði hann hafi hugsað sér að heimsækja.
f. Farangri, sem ferðamaður býst við að hafa með sér, þ. á. m.
ferðaútbúnað, áhöld og áfenga drykki. Óski ltann að fá flutt-
an farangur með skipum Grænlandsstjórnarinnar þarf einnig
að tilgreina þyngd og rúmmál.
5. Áður en ferðin er ltafin, skal fyrir liendi vera trygging, er stjórn
Grænlandsmála tekur gilda fyrir skilvísri greiðslu á fargjöldum
og öðrum kostnaði vegna dvalarinnar á Grænlandi.
6. a. Allir, sem til Grænlands ætla, verða að leggja fram vottorð
um, að eigi séu þeir haldnir næmum sjúkdómum.
b. Skyldi förin hefjast úr erlendri höfn, verða slík vottorð að
vera staðfest með áritun dansks ræðismanns á staðnum.