Náttúrufræðingurinn - 1951, Blaðsíða 36
130
NÁTT Ú RU FRÆÐING URINN
og fátæklegar fram um rniðja 19. öld, en þá voru það náttúrufræð-
ingarnir Steenstrup 1839—40 og Torell 1857, er söfnuðu hér all-
miklu og lögðu góðan grundvöll að framhaldandi rannsóknum.
Elztu heimildir um íslenzkar sæskeljar er að finna í De Mirabili-
bus Islandiae eftir Gísla Oddsson (dáinn 1638), og í Ein Slutt undir-
rietting um Islands Adskilianlegar náttúrur, skrifað laust eftir 1640.
eftir Jón Guðmundsson. En þeir geta aðeins um 8 tegundir, sem nú
eru mjög algengar umhverfis land allt.
í ferðabók Eggerts Olafssonar og Bjarna Pálssonar 1752—57 er
aðeins getið 10 tegunda. Þetta sýnir, að skeldýraathuganir þess tíma
náðu í hæsta lagi niður að neðri fjörumörkum. Eftir fyrsta tug 20.
aldarinnar kemst hér fyrst verulegur skriður á þekkingu skeldýra-
lífsins með rannsóknum Guðmundar G. Bárðarsonar náttúrufræð-
ings. En hann er sá íslendingur, sem mest og ötulast hefur unnið í
þágu íslenzkrar skeldýrafræði. Og honum eigum við einnig að þakka
flest íslenzku skeldýraheitin, en þau liafa stutt mjög að vaxandi
áhuga alþýðunnar á þessum skrautlegu verum sjávarins.
Fyrri hluti eða meginmál heftisins er svo tegundaskráin. Hverri
tegund fylgir tilvísun í heimildarrit (en þau eru tilfærð í lok heftis-
ins) og samnefni, ýtarleg útbreiðsla hennar við strendur landsins
niður að 400 metra dýpi (þær tegundir sem dýpra eru teljast til
djúpfánunnar) og útbreiðsla hennar við strendur annarra landa.
Loks er lengd hverrar tegundar tilgreind.
Alls neí'nir höfundurinn 88 tegundir auk nokkurra afbrigða, sem
fundizt hafa lifandi innan 400 m dýptarlínunnar. Þar að auki eru
nefndar 6 tegundir, sem höfundur telur til djúptegunda, en álítur,
að við nákvæmar rannsóknir muni finnast á landgrunninu, af því að
tómra skelja helur orðið þar vart. Lítill vali mun vera á því, að ein
þessara tegunda að minnsta kosti (Psammobia ferroensis Chemn.) sé
grunnsævistegund við suðvesturströndina, því að ferskar skeljar hafa
nokkrum sinnum fundizt þaðan í fiskamögum. Þá telur höfundur
4 djúpsævistegundir, er hann hyggur að vænta mætti af grunnsævi,
þar sem þær hafa fundizt í nánd við það, en þær eru:
Limopsis minuta Lima subovata
Lima jeffreysi Lyonsiella abyssioola
Af þessum 88 sæskeljum hafa 10 aldrei verið skráðar sem íslenzk-
ar. Þær teljast til 6 ætta og eru sem hér segir: