Náttúrufræðingurinn - 1951, Page 39
Jón Eyþórsson:
Mannskaði
Þung tíðindi þótti mér, að góðvin-
ur minn og ferðafélagi í fransk-ís-
lenzka Vatnajökulsleiðangrinum,
Alain Joset, liefði farizt í banaslysi á
Grænlandsjökli h. 4. ág. sl.
Kynni okkar urðu ekki löng, en
nóg til þess, að ég hafði fengið hinar
mestu mætur á Joset. Þrjú undanfar-
in sumur hafði liann unnið að þykkt-
armælingum á Grænlandsjökli og
stjórnaði sams konar mælingum á
Vatnajökli. Að menntun var hann
rafmagnsverkfræðingur. Auk Græn-
landsleiðangursins liafði hann tekið
þátt í frönskum leiðangri til hinna
afskekktustu hyggðarlaga á Sahara.
ALAIN JOSET var sá leiðangur einkum gerður til
(Árni Stefánsson tók þessa mynd c, > ná á hUómplötu taU og tón_
Joset kom af Vatnajökli i aþr. 1951). ,. , , ,
hst eyðnnerkurbua.
í sumar var Joset fyrir mælingaflokki, sem hélt suður með vestur-
strönd Grænlands um 800 km veg, til 62° N. Þaðan var haldið áustur
á hóginn og síðan norður eftir hájöklinum. í flokknum voru sex
menn með þrjá skriðbíla (Weasels). Er þeir félagar höfðu farið um
600 km norður eftir jöklinum og voru staddir um 150 km norður af
Angmagsalik, har þá að þremur samhliða sprungum í jöklinum og
skannnt milli. Joset ók í fararbroddi að vanda. Hjá honum sat dansk-
ur verkfræðingur, Jarl að nafni, er var fulltrúi Grænlandsstjórnar
í leiðangrinum. Joset ók hiklaust yfir tvær fyrstu sprungurnar, sem
voru huldar snjó, enda óvíst, hvort hann hefur orðið þeirra var. I:>ajr