Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1951, Blaðsíða 40

Náttúrufræðingurinn - 1951, Blaðsíða 40
134 NÁTT ÚRUFRÆÐINGURINN sáust mjög óglöggt úr flugvél. Nokkru síðar bar Joset að breiðri, op- inni sprungu, er liann treystist ekki yfir. Sneri hann þá skriðbílnum við í krappan hálfhring og ók til baka, um 25 m til hliðar við fyrri slóð sína. Er hann kom á miðsprunguna, brast snjótillan, og bíllinn steyptist í djúpið. Förunautar Josets höfðu þegar numið staðar, er þeir sáu hann snúa við. Er þeir komu á slysastaðinn, sást bíllinn á hvolfi, skorðað- ur í sprungua í h. u. b. 25 m dýpi. Þar fyrir neðan var þröng, kol- dinnn sprunga. Mældist hún alls tinr 50 m á dýpt, en þriggja nr breið að ofan. Þeim félögum tókst að síga ofan á botn sprungunnar á 5. degi eftir slysið, er flugvélin Skýfaxi hafði varpað niður nauðsynlegum tækjum til þeirra. Fannst nokkuð af mælingum og dagbókum Josets, en eng- in tök á að ná neinu upp úr sprungunni. Síðan mun hinn mælingalrópurinn liafa komið á slysstaðinn og veitt líkum þeirra félaga umbúnað. Joset var maður unr fertugt, fremur lítill vexti en mjúkur í lrreyf- ingum, yfirlætislaus og hversdagsgæfur. Mælingarnar á Vatnajökli lrafði hann reiknað, en hvergi nærri gengið frá þeim til fullnustu. Báðir höfðum við hug á því að ljúka í sameiningu við þykktarnræl- ingar á austanverður Vatnajökli, þótt síðar yrði. Alain Joset starfaði að einhverjum merkilegustu rannsóknum og vandasömustu, senr franr til þessa liafa verið gerðar á jöklum hér á landi. Ég harma nrjög hið sviplega banadægur lians. Að honunr er mikill mannskaði. Jón Eyþórsson.

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.