Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1951, Síða 41

Náttúrufræðingurinn - 1951, Síða 41
SMAGREINAR Hekla í 4. hefti Náttúrufræðingsins 1950, birlisl lýsing Magnúsar Grímssonr á Geysi og Strokk. Eftirfarandi lýsing Magnúsar Grímssonar á Heklu er úr ferðasögunni, sent um getur x formálsorðum Einars E. Sæmundsen að fyrrnefndri grein og hefur hún eigi verið birt áður. Grein þessi er rituð árið 1848. Ég geri ráð fyrir, að þér vonið eftir greinilegri lýsingu lijá mér á Heklu, en hitt mun þó verða, að um liana mun ég fátt tala. Hekla er reyndar liið frægasta eldfjall á Islandi, og er því auðvitað, að margt mætti um hana tala. Hún hefur líka lengi haft ntikið orð á sér hjá erlendum þjóðum, og ég lield, að hún og Geysir, hafi einkum vakið eftirtekt margra útlendra manna, og komið þeim til að taka eftir íslandi, því að þegar hetjuandinn var lagztur í dá, og íslend- ingar voru hættir að vinna sér frægð með hreystiverkum, og snæ- klædda eykonan í hinum norðlæga útsæ var gleymd, þá hamaðist Hekla og Geysir, og þyrluðu upp eldi og vatni, svo að undrunt gegndi, og allur hinn lærði heimur starði á býsn þessi, og margir flykktust að þeim til að skoða þau. Ég veit að yður þykir nú ójöfnu saman jafnað, þar sem Hekla hefur unnið svo mikið tjón, og ollað svo margrar óhamingju, en Geysir þar á móti hefur aldrei gert það; en ég jafnaði þeim saman að því leyti, sem þau eru bæði fræg og alkunn. Eins og ég kallaði Almannagjá drottningu allra hraungjáa á íslandi, eins má kalla Heklu drottningu allra eldfjalla þar. Geysir er sérstakur; hann er mestur allra hvera í heimi, og má því kallast konungur þeirra allra. Þessi eru þá þau þrjú stórsmíði náttúrunnar á íslandi, sem menn þykja mikil og eftirtektarverð. Hekla er eitt með hinum hæstu fjöllum á íslandi; hún er hér um bil . . . faðma há yfir sjávarflöt. Það má nærri geta, að upp á henni er víðsýni mikil og fögur, og skulum vér nú ímynda oss að vér

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.