Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1951, Side 45

Náttúrufræðingurinn - 1951, Side 45
SMÁGREINAR 139 særzt í viðureigninni og ætti ntjög erfitt með að fljúga, flaug hann mjög lágt, vængja- takið var ójafnt og yfirleitt var hann ntjög ræfilslegur. Krummi flaug á eftir og hugðist víst reka óvininn af höndum sér, hann krunkaði hátt og var greinilegur sigurhreimur í röddinni. Mér kom ntjög á óvart að fálkinn skyldi fara halloka fyrir hrafninum en á því virlist enginn efi. Mér datt í hug að hrafninnum hefði tckizt að læsa klónum svo í fálkann, að hann hefði særzt illa, en ég skipti fljótlcga um skoðun. l’egar þeir höfðu flogið á að gizka hálfan kílómetra frá steininum og krummi var alltaf einn til tvo metra á eftir, vatt fálkinn sér snöggleg við og komst afturfyrir krumnta og tók stefnuna beint á steininn, og nú sáust engin lasleikamerki á honurn. Hann flaug hratt og öruggt til baka, en á eftir honum kom krummi og barðist um af ölluin mætti en drógst þó alltaf lengra og lengra aftur úr og nú krunkaði hann ekki, hcldnr argaði og rómurinn lýsti nú jafnt hryggð og reiði eins og sigurgleði áður. Hantt sá ot scint að fálkinn hafði leikið illilega á hann. Fálkinn greip rjúpuræfilinn í klærn- ar um leið og hann flaug yfir steininn og hélt áfram án þess að liægja á ferðinni og hvarf fyrir næsta hæðahrygg, en krummi streittist langt á eftir í vonlansri baráttu við að reyna að ná cign sinni af ræningjanum. Jóliannes Sigfinnsson. Skeldýranýjungar Síðastliðinn vetur, er ég var að ákvarða skeldýr fyrir Náttúrugripasafnið í Reykjavík, rakst ég á lítinn kufung, sem ég gat ekki fundið meðal þeirra Legunda, cr getið er frá íslandi. Við nánari athugun reyndist tegund þessi vera Pilidium radiatum (M. Sars) eða Krókhetta, eins og ég hef skírt hana á íslenzku. Hefur hennar aldrei verið getið héðan fyrr. Hún er skyldust Goða- lirttu (1’ilidiUm fulvum Miiller), sem fundin er á fám stöð- um við suður- og vesturströndina. Aðrar skyldar tegundir eru t. d. Olnbogaskel (Acmaea testudinalis Muller) og Hað- arhetta (Lepeta caeca Miiller). Allar þessar tegundir ásamt fleirum hafa óundna hyrnu, eru keilulaga cða hettulaga og tcljast lil sérdeildar innan kufungaflokksins. Krókhettan hefur þunnt, gullhvítt hýði, veigalitla skel og óreglulega vaxtarbauga. Annars er skelin slétt, með gisn- um, geislastæðum litarstrikum, sem breikka og skýrast þvi nær sem dregur munnaröndinni. I>ess skal þó getið, að á ís- lenzku eintökunum, eru strik þessi, sem eiga að vera gul- brún, nær því ógreinanleg. En þar sem ekki hefur náðzt í samanburðareintök, er ekki unnt að segja að svo stöddu, hvort hér muni vera um íslenzkt afbrigði að ræða. Hvirfill- inn (Apex) er mjór, nokkuð aftan við miðju og er sveigður aftur og niður á við. Er því tegundin gteinilega frábrugðin öðrum íslenzkum hettum. Krókhcttan er fengin úr ýsugörnum á öndverðum vetri 1945, og veiddist sú ýsa úti fyrir Vestfjörðum, milli Straumness og Horns. Tvö eintök fundust, og er það stærra I mm á hæð og með 10,5 mm brciðan munna. Annars staðar er tegundin fundin við Norður-Noreg og Vestur-Grænland. (Sjá 1. mynd). 1. tnytid. Krókhctta.

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.