Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1951, Blaðsíða 48

Náttúrufræðingurinn - 1951, Blaðsíða 48
142 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN og frerast sterk fuglafræðileg rök, en auk þess ber að taka tillit til þess, að innan hins stóra ættbálks stormfuglanna eru líka til eiginlegar liauslýs, sem ekki eru skyldar Sce- mundssonia, heldur virðast vera hin eldri upprunalega kynslóð hauslúsa á stormfugl- unum. Er hér um að ræða lýs sérkennilegar útlits, eins og Trabeculus dimorphus Wat. af skrofu (Puffinus puffinus). Lús þessi er sýnd á mynd 1. Hcf ég af henni fjölda mörg sýnishorn, sem ég safnaði á Yzakletti í Vestmannaeyjum 1. 6. 1936 og 29. 7. 1950, og bæti ég henni hérmeð við skrá íslenzkra dýra, sem nýrri tegund fyrir ísland. Ég lít því á tegundir ættkvíslanna Trabecuhis og Giebelia sem hinar upprunalegu hauslýs storm- fuglanna, en Seemundssonia-tegundirnar aftur á móti sem tiltölulega unga flækinga, sem sennilega hafa einhverntíma komið frá skúmum, og hafa síðast breytzt svo mjög á hinum nýju hýslum sínum, að þcir nú orðið mynda sérstakar tegundir. Athuganir á Sœmundssonia-tegundum, sem snýkja á stormfuglum hafa líka mjög mikla þróunarfræðilega þýðingu, vegna þess að á þeim má greinilega sjá, hvernig útlit dýrategundara breytist, þegar hún kemur undir ný lífsskilyrði. Þegar sumarið 1933, er ég var í rannsóknarför f Vestmannaeyjum, fann ég á stóru sæsvölu (Oceanodroma leucorrhoa) lirfu mjög sérkennilcgrar Sœmundssonia-tegundar, en fyrst 17 árum seinna (sumarið 1950) tókst mér að ná í tvær kynþroska kvenlýs af þessari sýnilega mjög sjald- gæfu tegund, sem ég hef lýst undir nafninu Sœmundssonia incisa Tim. Það var ekki fyrr en nú í sumar, að ég náði líka í tvær fram til þessa óþekktar karllýs þessarar teg- undar, en rannsókn mín á þeim staðfestir þá upprunalegu skoðun mfna, að Sœmunds- sonia incisa væri ekki aðeins mjög sjaldgæf heldur líka sérstaklega merkileg tegund. Hausinn er sérkennilegur fyrir það, að framan í hann miðjan er djúp skora, sem annars hvergi kemur fyrir hjá öðrum Sce- mundssonta-tegundum. Karlkynfærin eru að því leyti einkenni- leg, að hluti af þeim er liulinn af eins konar vörtuhettu, sem heldur ekki hefur fundizt hjá öðrum tegundum þessarar ætt- kvfslar. Þýðing þessarar vörtuhettu er mér ekki ennþá ljós. Að lokum mun ég lýsa hér tveimur nýjum Sccmundssonia- tegundum til viðbótar fyrrnefndu yfirliti Eichlers. Enda þótt tegundir þcssar snýki ekki á íslenzkum fugluin, þá hafa þær grundvallar þýðingu fyrir almenna þekkingu á ættkvíslinni og samband hennar við nágrannaættkvfslina, Cummingssiella. Sú fyrri af þessum tveim nýju tcgundum eða undirtegundum, sem ég nefni Scemundssonia lobaticeps remota ssp. n., lifir á kríu-tegundinni Anous st. stolidus, og hef ég aðeins séð af henni eina karllús (Lagos, Nigeria, 18. 5. 1950, llrit. Mus. Coll., 1950 — 564). Þessi nýja undirtegund er mjög lík Scem. I. lobati- ceps, en greinist frá henni við næstum beina fratnbrún hauss- ins og við Jrað, að bakskildirnir á 3.-5. lið afturbols karldýrsins ertt ekki í tvennu lagi, heldur liggja í hcilu lagi sem breitt band þvert yfir bolinn. Hin nýja tegundin, Scemundssonia anisorhamphos sp. n., snýkir á hinni cinkennilegu afríkönsku krfutegund Rhynchops flavirostris, hinum svokallaða skæranef, og hafði ég til rann- sókna 5 karllýs og 4 kvenlýs frá Mateba, Belgísku kongo, Brit. Mus. Coll., 293/9. Lús Jtessi cr nokkuð stór og hefur brciðan 2. mynd. Saemunds- sonia anisorhamphos n. sp., sem lifir á Rhynchops flaviro- stris. Karlkynfærin. Abb. 2. Saemunds- sonia anisorhamphos n. sp„ bei Rhynchops flavirostris. Mannli- chcs Genilale.

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.