Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 1952, Qupperneq 3

Náttúrufræðingurinn - 1952, Qupperneq 3
Sigurður Þórarinsson: HVERFJALL I. Gerð Hverfjalls Merkilegt íjall Hverfjall Margt ber merkilegt fyrir augu þeirra, er líta Mývatnssveit í fyrsta skipti, en þó get ég, að flestum muni verða einna starsýnast á Hver- fjall. Þetta sérkennilega fjall setur svo svip á sveitina og er svo áber- andi, hvaðan sem litið er, að það hlýtur að vekja eftirtekt og for- vitni, enda hefur flestum erlendum ferðamönnum, sem skrifað hafa um Mývatnssveit, orðið mjög tíðrætt um það fjall. Af eðlilegum ástæðum hefur Hverfjall þó einkum vakið athygli jarðfræðinga, og mun ekkert íslenzkt eldfjall, að Heklu undantek- inni, vera jafnumskrifað í ritum eldfjallafræðinga. í ýmsum kennslubókum og handbókum í eldfjallafræði, s. s. bók John W. Judds: Volcanoes (1881), bók K. Schneiders: Die vulkanischen Er- scheinungen der Erde (1911), hinni miklu eldfjallafræði F. v. Wolffs: Der Vulkanismus (1931) og hinni ágætu bók A. Rittmanns: Vulcani. Attivitá e genesi (1944), er Hverfjall tekið sem dæmi (typus) sérstakrar gerðar eldfjalla, sem á þýzku kallast Wallberge eða Ringwall-Vulkane, á ensku Tuff rings, en tékkneski eldfjallafræð- ingurinn K. Schneider kallaði þau Homate. Meðal slíkra fjalla er- lendra má nefna Gli Astroni og Monte Nuovo á Brímavöllum (Campi Flegrei) norðvestur af Napólí. Astroni er um 240 m hátt og meðalþvermál gígsins um 1.7 km. Monte Nuovo, sem myndaðist 1538, er 120 m hátt og meðalþvermál gígsins 0.9 km. Á sama svæði eru og leifar af risafjalli sömu gerðar, Piperno, og er meðalþvermál gígsins talið um 12 km. Mjög lík Hverfjalli eru Diamond Head (230 m hátt) og Koko, á eynni Oahu, einni af Hawaiieyjum, skammt frá Honolulu. Til Hverfjallsgerðar eru og taldir nokkrir gígir á Auck- land-eiðinu á norðureyju Nýja Sjálands, m. a. Crater Hill og Lake Pupuke. NáttúrufrœÖingurinn, 3. h. 1952 8

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.