Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1952, Page 6

Náttúrufræðingurinn - 1952, Page 6
116 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN Á elzta korti, sem til er af þessu svæði, korti Björns Gunnlaugsson- ar, sem byggt er á mælingum sumarið 1838, stendur Hverfjall, en nokkuð norður af því, í stefnu beint austur af Vogum, stendur Sand- fell, og virðist það nafn annaðhvort eiga við einhvern af gíghólunum á því svæði, sem nú kallast Jarðbaðsliólar, eða við þann háa, nafn- lausa gíghól, sem liggur rétt suður af Jarðbaðshólum, og kalla mætti Rauðuborg. Með tilliti til þeirra ummæla Ferðabókarinnar, að Sand- fell liggi við veginn frá Vogum til Námanna og að þar hafi nýlega gosið, er þess að geta, að um tvær leiðir var í þann tíð að velja frá Vogum til Námanna. Liggur önnur upp með Hverfjalli að norðan, milli fjallsins og Hverfellsbruna, en hin meðfram Hverfellsbruna norðanverðum og yfir á flötina rétt suður af Jarðbaðshólum. Hafi þeir Eggert farið syðri leiðina, er líklegast, að það Sandfell, sem hann talar um, sé Hverfjall, og liefur hann þá orðið að ganga á fjall- ið til að geta séð keiluna innan í því. En hafi hann farið nyrðri leið- ina, gæti hann liugsanlega átt við áðurnefnda Rauðuborg, sem er gígur opinn til vesturs og með keilu innan í, og nærri því svæði, sem gaus á þriðja tug 18. aldar. Líklegra þykir mér þó, að Sandfell hafi verið nafn á Jarðbaðshólahæðinni syðstu, sem er öll úr fíngerðri gos- möl, og hafi Eggert verið tjáð, að Sandfell það, sem sé við veginn til Námanna, liafi nýlega gosið, en Eggert svo farið syðri veginn og því ruglað saman Sandfelli og Hverfelli. Sveinn Pálsson talar einnig um ,,hið forna eldfjall Sandfell", sem Eggert og Bjarni hafi lýst, og segist hafa gert teikningu af því (Ferðabók, bls. 399—400). Á hann vafalít- ið við Hverfjall, en nafnið getur hann hafa tekið beint eftir Eggert og Bjarna. Elzta mynd, sem mér er kunn af Hverfjalli, er í ferðabók Preyers og Zirkels frá 1862, en fyrsti ferðamaður, sem getur þess, að hann hafi klifið fjallið, er R. F. Burton (Ultima Thule, II , bls. 290), sem ferðaðist um Mývatnssveit sumarið 1872. Hann segir gígveggina vera úr gosgjalli og ösku, sem liggi á palagónít og leir. Fr. Johnstrup, prófessor í steinafræði við Hafnarháskóla, dvaldist við Mývatn nokkurn tíma sumarið 1871 og aftur um lengri tíma sumarið 1876. í seinna skiptið mun hann hafa gengið á Hverfjall og gert Iauslegar mælingar á stærð þess. Hann telur hæð fjallsins 500 fet (157 m), þvermál gígsins efst 1600 fet (502 m) og nefnir keiluna inni í aðalgígnum (Om de vulkanske Udbrud etc., bls. 20). í fylgd með Johnstrup sumarið 1876 var íslenzkur stúdent, Þor- váldur Thöroddsen. Hann ferðaðist aftur um Mývatnssveit 1882 og

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.