Náttúrufræðingurinn - 1952, Síða 14
124
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
6. mynd. Skorningur í norðurvegg Hverfjalls innanverðum, um 70 m frá gígbomi. Lengd
skóflunnar 1 m. — Ravine on the inner sloþe of the N craterwall of Hverfjall. Lengt
of sþade 1 m. — Ljósm. S, Þórarinsson.
lögótt að sjá. Líkist það mjög sumu tertíeru blágrýti. Samkvæmt
efnagreiningu, sem Jóhann Jakobsson hefur gert, er kísilsýrumagn
þess 50.26%. 5—10% af stærri steinum utan á fjallinu eru úr dílóttu
hrauni, en dílarnir eru yfirleitt minni en í dílahraunum á Mývatns-
svæðinu, og líkjast steinarnir meira dílagrjóti því, sem finna má í
jökulbotnurð í nágrenninu, m. a. á hæðunum SA af Kröflu, og tel
ég líklegt, að tiltölulega lítið af þessu grjóti sé úr póstglacíölum
hraunum. Þrátt fyrir allítarlega leit hef ég hvergi, fremur en Trausti,
fundið mola af móbergi utan á Hverfjalli, og er mér ráðgáta, hvar
Barth hefur fundið sína móbergsbreccíu. Þetta lag af lausagrjóti og
sandi er mjög þunnt utan á fjallinu, þegar upp undir gígbanninn
dregur, og sést á einstöku stað á undirlag úr túffi. Þó er það þynnra