Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1952, Page 16

Náttúrufræðingurinn - 1952, Page 16
t 126 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN 8. mynd. Vikur- stykki úr toppi innri keilunnar 30 sm undir yfirborði. — Pumice frag- ments from the summit of the inner cone 30 cm beneath the sur- face. — Ljósm. T. Tryggvason. Þessi korn, sem á máli eldfjallafræðinga kallast lapilli, liggja í meira eða minna greinilegum lögum. Á einstöku stað má finna í túfflög- unum svört, vikurkennd stykki, meira eða minna kúlulaga (bombur) 10—25 sm í lengsta þvermál. Túffið er tiltölulega laust í sér og molnar auðveldlega. Eins og 6. mynd ber með sér, eru í þessu lag- skipta túffi steinar af ýmissi stærð, og virðast þeir verða nokkru þéttari eftir því, sem neðar dregur í gígveggina. Er þarna að finna allar þær tegundir af grjóti, sem finna má í ruðningnum utan á túff- inu, og virðist mér þessi staðreynd, ásamt afstöðu ruðningsþekjunn- ar til undirliggjandi túffs, eins og hún kemur fram á 6. mynd, vera ein sér næg til að sýna, hvernig á þessari ruðningsþekju stendur. Hún er blátt áfram veðruð á staðnum (in situ) úr undirliggjandi túffi. Og sjálft hið lagskipta túff með grjóti því, sem í því er, ber

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.