Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1952, Page 19

Náttúrufræðingurinn - 1952, Page 19
HVERFJALL 129 ur á járnmagni. Þess má geta, að Laxárhraunið yngra er alsett dílum af gráu feldspati, og feldspatdíla gætir einnig í Hverfjallsvikrinum. Það er Jrví engum blöðum um það að fletta, að bæði innri keilan og liryggurinn suður úr henni eru gosmyndun, mynduð í sprengi- gosi, og vafalítið í lokahrinu sprengigoss þess, sem myndaði sjálft aðalfjallið. Eins og sjá má á flugmyndinni og 7. mynd, mynda innri keilan og hryggurinn suður úr henni eins og sveig opinn til austurs. Á hryggnum má sjá eins og votta fyrir litlum gíg (sbr. 7. mynd). Vera má, að rétt sé sú skýring Rittmanns, að sprengingarnar, sem mynduðu keiluna og hrygginn, hafi komið upp með veggjum aðal- gígrörsins, eftir að það hafði teppzt til að mestu. 9. mynd sýnir þverskurð af Hverfjalli frá SSV til NNA. Þverskurð- ur þessi er byggður á korti herforingjaráðsins og á eigin atliugunum og mælingum. Hæð og lengd eru í sama mælikvarða. Halli túfflag- anna í innri keilunni er byggður á líkum, en ekki raunverulegum athugunum, Jrví að þeim varð ekki við komið. Strikalínurnar, sem sýna gígrörið, eru einnig dregnar eftir ágizkun, en eins og áður get- ur, er líklegt, að „brennipunktur“ gossins hafi verið á litlu dýpi. í næsta hefti mun ég ræða aldur Hverfjalls og víkja nokkru nánar að myndun þess. Náttúrufrœðingurinn, 5. h. 1952 9

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.