Náttúrufræðingurinn - 1952, Síða 32
140
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
Fagurfifill (Bellis perennis). Nýlegar sáðsléttur á Gilsárteigi.
Krossgras (Senecio vulgaris). Garður á Sandbrekku.
Af framantöldum tegundum eru samkvæmt Flóru íslands, III. ótgáfu, þessar fjórar
áður ófundnar á Austurlandi:
Lensutungljurt (Botrychium lanceolatum), Vatnsnœli (Scirpus acicularis), Fölvastör
(Carex livida) og Mýraertur (Lathyrus palustris).
Gvendarstöðum, 20. apríl 1952.
Eldgjá, Katla og eldstöðvarnar í Mýrdalnum
Síðastliðna páska kom Árni Stefánsson, bifvélavirki, flugleiðis austan úr Óræfum.
Flogið var yfir Mýrdalsjökul norðanverðan. Sól var lágt á lofti og drættir landslagsins
óvenju greinilegir. Segist Árni þá hafa séð greinilega móta fyrir framhaldi Eldgjár
langt inn undir Miýrdalsjökul, og hafi sér virzt stefnan vera á Kötlu.
Pálmi Hannesson, sem er þaulkunnugur Eldgjá, segir mér, að gjáin breyti dálítið urn
stefnu, fái suðlægari stefnu — við Rauðabotn, rétt norðan undir Svartafelli. Segir hann,
að hún haldi þeirri stefnu eitthvað inn undir Mýrdalsjökul. Ekki er ólíklegt, að þynn-
ing Mýrdalsjökuls vegna hins aukna lofthita síðustu áratugina valdi því, að nú megi
sjá framhald Eldgjár lengra suður eftir jöklinum en áður var hægt.
í þessu sambandi er þess að geta, að ungur brezkur jarðfræðingur, Robson, sem
rannsakað hefur Eldgjá tvö síðastliðin suinur, hefur látið í ljós þá skoðun, að Katla
sé raunverulcga suðvcsturendi Eldgjár. En svo virðist nú sem þessi tektóníska goslína
nái e. t. v. mun lengra. Sé dregin lfna frá Svartafelli til Kötlu, sem liggur allmiklu
norðvestar en nafn hennar á herforingjaráðskortinu bendir til, sker framlenging þeirr-
ar línu eldstöðvar þær, sem eru skammt austan við Skeiðflöt í Mýrdal. Gíghóls, „Sturlu-
gígs“, sem er þar við þjóðveginn, milli Ketilsstaða og Litla-Hvamms, var getið f síðasta
hefti Náttúrufræðingsins, og við nánari athugun nú í júní fann ég tvö lítil eldvörp að
auki, um 1 km sunnar, á s.k. Vörðum (þessum eldstöðvum verður væntanlega lýst nán-
ar i einhverju af næstu heftum Nfr.). Sú staðreynd, að þessar eldstöðvar liggja á fram-
haldi línunnar Eldgjá—Katla, bendir til gostektónísks sambands við þær eldstöðvar, en
þess er þó að geta, að milli Reynisfjalls og Hiittu, í s.k. Grafarhól, hefur einnig gosið
eftir að ísa síðustu fsaldar leysti, og cr sú eldstöð alveg ein sér, cn virðist liggja á
NNV—SSA lægri brotlínu, sem er samhliða línu, er tengir gígina á Vörðum við „Sturlu-
gíg''-
Þess er og að geta, að sé dregið framhald þeirrar stefnu, sem Eldgjá hefur norðan
Svartafells, sker sú lína hjarnsvæði Sólheimajökuls, en annálar geta gosa í Sólheima-
jökli 1245 og 1262, og frásögn Landnámu af Loðmundi gamla og Þrasa í Skógum
bendir til, að þar hafi einnig gosið á Landnámsöld. Má þvi telja næstum öruggt, að
eldstöð sé undir Sólheimajökli.
Það virðast því nokkrar líkur fyrir því, að tvær gostektónískar línur liggi undir
Mýrdalsjökul þveran og skerist við Svarlafell. Náið tektónískt samband milli eldstöðva
er einkennandi fyrir vúlkanisma íslands, og hefur Þorvaldur Thoroddsen öðrum frem-
ur leitt rök að þvf. S. I>.