Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1953, Side 10

Náttúrufræðingurinn - 1953, Side 10
4 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN hlíðum Rauðfossafjalla og Litlhöfða, flæddu um vestanverða Kringl- una og stífluðu hinn forna farveg Helliskvíslar milli Sauðleysna og Rauðfossa. Þá hefur myndazt stórt stöðuvatn ofan við hraunhaftið, sennilega lónað yfir alt flatlendi Kringlunnar. Smám saman fylltist lón þetta af sandi og leir, sem lækir báru i það, einkum úr Mógils- höfðum og Rauðfossafjöllum. Meðan á uppfyllingunni stóð, mun lón- ið löngum hafa verið afrennslislaust á yfirborði, því að vatnið hefur mjög sigið í hið gropna berg í botni þess og inn í hraunstífluna. En þar kom, að hvort tveggja þéttist af leirgruggi fjallalækjanna og vatnsborðið hækkaði, unz út af flóði vestur yfir hraunþröskuldinn. Það afrennsli varð upphaf að nýrri Helliskvísl. En í þann mund var lónið að mestu upp fyllt og orðið að marflötum aurum og leirum. Þó er Löðmundarvatn enn eftir af því. Smám saman svarf hin nýja Helliskvísl sér gilskoru í hraunið. Við það ræstist lónsstæðið fram, leirumar urðu þurrlendi, og einnig þar komst áin í nokkurn veginn fastan, gmnnan farveg, sem hún fylgir enn, sums staðar milli brattra bakka, og brýtur nú niður hið lausa set lónsstæðisins. Hin sömu hraunflóð sem stífluðu Helliskvísl undir Sauðleysum mnnu áfram til norðvesturs út í gegnum Svalaskarð. Áin rennur sömu leið, víðast eftir hraunstraumunum og hefur sums staðar grafið sér dálítið gil í þá. Segir nú ekki af henni fyrr en þar, sem áður hét Lambafit, skammt vestur frá Hrafnabjörgum. Þar á fitinni var fyrmm fastur áningarstaður Landmanna i lamba- rekstrum inn á Kringlu á vorin. En ekki hefur verið áð þar í slíkum ferðum síðan 1912, því að vorið eftir kom þar upp eldgos og allt gras- lendið hvarf undir hraun. Með þessu eldgosi hefst nýtt hrakninga- skeið í ævi Helliskvíslar. Fyrir gosið á Lambafit 1913 rann Helliskvísl norðvestur yfir fitina, síðan norður um hið breiða hraunum þakta sund milli Hrafnabjarga og Valafells og loks norðvestur í Tungnaá rétt ofan við ferjustaðinn „á Haldinu'T. Þannig er Helliskvísl sýnd á uppdrætti Björns Gunn- laugssonar, og þessa leið má enn rekja farveg hennar, sem nú er þurr og raunar orðinn óglöggur á köflum. Allur sá farvegur liggur um hraun, og hann er mjög lítið — víðast sama og ekki neitt — niður grafinn, enda hefur áin ekki mnnið þessa leið mjög lengi, í mesta lagi fáeinar þúsundir ára. Sá farvegur, sem hún hafði þar áður, hefur legið einhvers staðar vestar, ef til vill skemmstu leið af Lamba- 1) Á rangæsku merkir hald hlaðna rétt eða aðhald, þar sem reka má að og handsama fé. En þarna við Tungnaá er það orðið ömefni.

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.