Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 1953, Qupperneq 13

Náttúrufræðingurinn - 1953, Qupperneq 13
ÚR SÖGU HELLISKVÍSLAR 7 úr gígaröðinni skammt fyrir vestan), sem ásamt brún nýja hrauns- ins gleypti allt vatn, sem að rann. Eftir því sem dýpstu hlutar lóns- stæðisins þéttust, hækkaði í lóninu, og það flæddi út yfir óþétta vikra. Á þessu gekk fram til 1930. Þá um sumarið kom ég fyrsta sinni að Helliskvísl og skoðaði eldstöðvamar á Lambafit dagana 5. og 6. ágúst. Þá hafði lónið náð h. u. b. þeirri stærð, sem það hefur haft mesta, var þó enn afrennslislaust á yfirborði. En mjög lítið vantaði á, að rynni út úr því til norðurs yfir lágt vikurhaft. Sumarið eftir, 18. júlí 1931, kom ég þarna aftur. Þá var nokkurn veginn jafnhátt i lóninu og árið áður. En vikurhaftið hafði skorizt sundur, og þar hafði lónið nú loks fengið framrás. En ekki hafði Helliskvísl lengzt mikið við það, því að á að gizka 200 m frá út- fallinu úr lóninu gleypti jörðin allt afrennsli þess. Nokkuð af vatn- inu hvarf, svo að lítið bar á, inn undir brún Lambafitjarhrauns, en það, sem lengst komst, sogaðist í hringiðu niður í svelg einn í gamla hrauninu. Þenna dag var glöggt fjömborð, 20 cm hátt, við lónið. Það var eflaust frá sama sumri og varla nema fárra vikna gamalt. Við það hefur vatnsborðið legið, áður en vikurhaftið skarst sundur. Ég hef því hitt á að koma þarna á þeim merkilegu tímamótum í sögu Hellis- kvíslar, er hún hóf framsókn sina út úr lóninu, þar sem hún hafði endað í 15—16 ár. Dagana, sem ég var við Lambafitjarhraun 1931, var hlýtt í veðri, en óvenjumikill snjór á fjöllum og áköf leysing. Helliskvísl var í all- miklum vexti og mjög gmggug, með sama lit og venjulegt jökulvatn. Kynstur af sandi og vikri skriðu með botninum þar, sem ég óð hana ofan við lónið. En ekkert sandskrið var í útfallinu úr því, og ég þótt- ist einnig sjá þess mun, að þar væri vatnið minna gmggugt en ofan lóns. Allur hinn grófgervari framburður árinnar auk nokkurs af fín- ustu eðjunni hlaut þvi að liggja eftir á lónsbotninum. Sandeyrar und- an ósi árinnar teygðust nú sýnu lengra út í lónið en árið áður. Ber- sýnilegt var, að lónsstæðið lak enn miklu vatni, því að aðrennslið var drjúgum meira en afrennslið. 1 fáfræði minni 1931 þótti mér ekki ósennilegt, að eitthvað af öllu því vatni, sem þá seig niður í Lambafitjarhraun, kæmi fram aftur í hinum forna farvegi Helliskvíslar þar, sem hann liggur út undan nyrstu og lægstu totu hraunsins. En ég gekk úr skugga um, að sá farvegur var skraufþurr og hálffylltur foksandi. Þar hefur ekki runn- ið vatn síðan 1913. Meðan Helliskvísl endaði við Lambafitjarhraun,
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.