Náttúrufræðingurinn - 1953, Blaðsíða 15
tJR SÖGU HELLISKVÍSLAR
9
metra norður frá lónsstæðinu. Rennsli hennar minnkaði sýnilega,
eftir því sem lengra kom, vegna niðursigs í hraunið, en ekki entist
ég til að ganga fyrir endann á henni.
Ekki get ég tímasett nákvæmlega, hvenær Helliskvísl lauk við að
fylla upp lónið. Guðmundur i Múla taldi, að það mundi hafa orðið
nálægt 1940, og mun það nærri lagi. Litið hefur verið eftir af því
1937 og ’38, því að þau sumur var þetta svæði ljósmyndað úr lofti,
og á korti Landmælingastofunnar dönsku, sem gert var eftir þeim
ljósmyndum, er ekkert vatn sýnt í lónsstæðinu. Samkvæmt þessu
hefur Helliskvísl verið um 25 ár að fylla upp lónið. Að því verki
loknu stendur hún betur að vígi en áður í framsókn sinni. Það magn
af sandi og leir, sem áður settist til og lá eftir í lóninu, berst nú þar
fram hjá viðstöðulaust og kemur í góðar þarfir i fremstu víglínu til
að fylla og þétta óteljandi hraunsvelgi.
Á hinn bóginn má búast við, að breyting Helliskvíslar á síðustu
áratugum úr jökulá í bergvatnsá muni draga verulega úr mætti henn-
ar til framsóknar í nýjum farvegi, því að jökulgormurinn er eflaust
hið ákjósanlegasta þéttiefni í gropin hraun og vikra. En eins og áður
segir, gruggast Helliskvisl enn og fær á sig fullkominn jökulvatna svip
í hvert skipti, sem hún vex að nokkru ráði. En ætla má, að jökul-
leirinn gangi nú brátt til þurrðar í efstu drögum árinnar, þar sem
framleiðslu hans er nú hætt.
Spá min, um að Helliskvísl mundi með tið og tíma lenda aftur í
gamla farveginum sínum norðan við Lambafitjarhraun og renna eft-
ir homnn til Tungnaár, rætist aldrei. Mér hafði sézt yfir það, að
hraunið hafði ekki aðeins hrakið ána upp úr farveginum á 6 km
kafla, heldur einnig bægt henni vestur af því svæði, sem til hans
hallar. Fyrir bragðið á hún miklu lengri og torveldari leið ófama til
að komast í ofanjarðarsamband við annað vatnsfall.
Því miður er ég ófróður um áfanga Helliskvíslar á leið hennar
frá lóninu við Lambafitjarhraun 1931 þangað, sem hún hefur endað
nú síðustu árin. Allur sá kafli mun vera þurr á hverjum vetri, en á
sumrin sækir áin fram aftur og flest sumur lengra en sumrinu áður.
Samkv. korti Landm.st. endaði Helliskvísl austan við svon. Tagl,
þegar flugmyndimar voru teknar, sumarið ’37 eða ’38, og hefur þvi
sótt fram þann 6 km spöl á 6—7 árum. Þetta hefur verið mjög erf-
iður áfangi, yfir Hekluhraunið gamla, sem ýmist er úfið og mis-
hæðótt með dröngum og gjótum eða þakið vikmm. Þama hefur aldrei
mnnið vatn áður og var þvi enginn farvegur fyrir. Víða kvíslast áin