Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1953, Síða 17

Náttúrufræðingurinn - 1953, Síða 17
ÚR SÖGU HELLISKVÍSLAR 11 er leki úr Helliskvísl og án hennar væri gilið vatnslaust nema í vor- leysingum. Frá þessu gili sveigir Helliskvísl norður fyrir Tagl og rennur síðan vestur með því og Valafelli að norðan. Á þeirri leið fylgir hún fyrst í stað suðurbrún Hekluhraunsins gamla, en rennur síðan út í það og loks undan ríflegum halla fram af þeirri tungu þess, sem lengst nær vestur norðan við Valafell. Þar tekur enn við flatlendi, hin fornu Þjórsárhraun. Allan þenna spöl (frá Tagli) fylgir Helliskvísl gömlum farvegi, þar sem vatn hefur bersýnilega runnið stundum, áður en hún kom til, þó sennilega aðeins í vorleysingum, meðan klaki í jörðu varnaði því að síga niður. 1 þetta eina skipti, sem ég hef gengið með þessum kafla Helliskvíslar (9. júlí 1952), minnkaði hún stöðugt, er neðar dró, og síðasta seytlan hvarf í sand rétt utan við jaðar Heklu- hraunsins. — Áður hafði ég þó staðið hana að þvi að komast miklu lengra, sem nú mun frá sagt. Hinn 22. júlí 1949 fór ég niður með Tungnaá frá Bjallavaði út að Haldi. Ég var ýmist gangandi eða hjólandi og fór krókaleiðir. Er- indið var m. a. að forvitnast um takmörk Hekluhrauna og Þjórsár- lirauna á svæðinu norðaustur af Valafelli til Tungnaár. Þá skoðaði ég kafla af hinum forna farvegi Helliskvíslar (fyrir 1913) með aust- urjaðri Hekluhraunsins og furðaði, að hann skyldi vera vatnslaus, því að þá vissi ég ekki, að áin hafði lent vestur af hrauninu. Um kvöldið og nóttina hélt ég sem leið liggur frá Haldinu fram í Landsveit. Sú leið liggur öll ofan eftir Þjórsárhraunum, sem hafa breiðzt yfir eða — réttar sagt — myndað allt flatlendið milli Vala- fells og Sauðafells annars vegar og fjallanna á Gnúpverjaafrétti (Sandafells, Stangarfjalls, Skeljafells og Búrfells) hins vegar. Þjórsá rennur fram hraunin nálægt vesturjaðri þeirra, en austan til við miðju liggur breið og grunn dæld í sömu stefnu um 10 km veg og heitir Leirdalir. Vera má, að þeir séu á mótum tveggja hraunstrauma, því að þarna hafa a. m. k. þrjú misgömul Þjórsárhraun runnið fram. En hitt þykir mér líkara, að dældin hafi myndazt við sig í hálf- storknu hrauninu, það hafi verið botnstorkið beggja vegna við renn- andi kvikuál, sem aðeins var storknaður á yfirborði, þá hafi kvikan hlaupið undan storkuþakinu, og það svignað við af þunga sínum. (Á sama hátt hef ég skýrt myndun Merkurlautar í Flóa. Hún er einnig í Þjórsárhraunit.) Leirdalir eru nú hálffylltir sandi og leir, 1) Árnesinga saga, 1. h. bls. 223.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.