Náttúrufræðingurinn - 1953, Side 21
FUGLAMERKINGAR NÁTTORUGRIPASAFNSINS
15
þurfa ekki annað en snúa sér til náttúrugripasafnsins með ósk um
að fá send merki og leiðbeiningar um merkingarnar. 1 þessu sambandi
skal þó að marggefnu tilefni eftirfarandi tekið fram: Þeir, sem hafa
hug á að gerast liðsmenn við merkingarnar, verða að gera sér Ijóst,
að það er þýðingarlaust að taka slíkt starf að sér, nema menn séu
reiðubúnir til að fórna nokkrum tíma og fyrirhöfn til starfsins. Menn
ættu yfirleitt ekki að taka að sér merkingar, nema þeir treysti sér
til að merkja nokkra tugi fugla á ári. Æskilegast væri, að lágmarkið
væri ekki undir 50 fuglar á ári. Með tilliti til kostnaðar og fyrirhafn-
ar borgar sig alls ekki að senda þeim mönnum merki og önnur gögn
varðandi merkingamar, sem aðeins merkja örfáa fugla á ári.
Annað atriði, sem sérstök ástæða er til að brýna fyrir mönnum,
er að gæta merkjanna vel og skila ónotuðum merkjabirgðum, þegar
menn hætta að fást við merkingar. Á þessu hefur oft og einatt viljað
vera talsverður misbrestur. Og þetta hefur jafnvel gengið svo langt,
að það er ekki ótítt, að menn hafi látið senda sér merki og önnur
gögn varðandi merkingarnar, án þess að nokkuð hafi orðið úr merk-
ingum og án þess að merkjunum hafi verið skilað. Þrátt fyrir ítrek-
aðar tilraunir og mikla fyrirhöfn hefur oft reynzt ókleift að ná aftur
ónotuðum merkjabirgðum hjá mönnum, sem hættir eru merkingum
eða hafa jafnvel aldrei sinnt þeim, enda þótt þeim hafi verið send
merki samkv. eigin ósk. Að þessu hafa verið svo mikil brögð, að nær
10 þúsund merki hafa tapazt á þenna hátt, síðan merkingar hófust
hér á landi. En þetta þýðir, að nær þriðja hvert merki hefur glatazt
af þessum ástæðum. Þetta er mjög tilfinnanlegt tjón fyrir merkinga-
starfsemina, því að bæði eru merkin dýr og svo hafa oft verið miklir
erfiðleikar á öflun þeirra. Þessu verður að kippa í lag, og framvegis
verður því ríkt gengið eftir því, að menn endursendi ónotaðar merkja-
birgðir um leið og þeir hætta merkingum, eða ef menn vegna ófyrir-
sjáanlegra orsaka hafa ekki getað sinnt þeim. Framvegis verður því
ekki hægt að leyfa mönnum að liggja árum saman með merkjabirgð-
ir án þess að merkja nokkurn fugl. Um leið vil ég skora á alla þá,
sem annað hvort eru hættir merkingum eða hafa jafnvel aldrei sinnt
þeim, að endursenda nú þegar ónotaðar merkjabirgðir, er þeir kynnu
að hafa undir höndum.
Síðan stríðinu lauk, hefur verið miklum erfiðleikum bundið að fá
gerð merki fyrir safnið. Var reynt að fá merki keypt í ýmsum Ev-
rópulöndum, en það brást, nema hvað lítið eitt af merkjum fékkst
keypt í Sviss 1947. Af þessum orsökum hefur verið hörgull á merkj-