Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1953, Page 27

Náttúrufræðingurinn - 1953, Page 27
FUGLAMERKINGAR NÁTTÚRUGRIPASAFNSINS 21 Endurheimtur 1947—1949 Hér verða taldar allar endurheimtur frá árunum 1947—1949. Eru þær alls 278 og skiptast þær niður á 33 tegundir. Árið 1947 voru endurheimtur alls 92, þar af 64 innanlands og 28 erlendis. Af inn- lendu endurheimtunum var í 29 skipti um handsömun lifandi fugla að ræða, er sleppt var aftur, eftir að lesið hafði verið á merkið. Árið 1948 voru endurheimtur alls 85, þar af 55 innanlands og 30 erlendis. Af innlendu endurheimtunum var í 20 skipti um handsömun lifandi fugla að ræða, er sleppt var aftur, eftir að lesið hafði verið á merkið. Ennfremur var í 4 skipti um endurheimtur fugla að ræða, er merkt- ir höfðu verið erlendis. Árið 1949 voru endurheimtur alls 101, þar af 75 innanlands og 26 erlendis. Af innlendu endurheimtunum var í 23 skipti um handsömun lifandi fugla að ræða, er sleppt var aftur, eftir að lesið hafði verið á merkið. I eitt skipti var auk þess um endur- heimt fugls að ræða, er merktur hafði verið erlendis. Það skal tekið fram, að það eru ekki taldar endurheimtur, þótt merktir fuglar séu handsamaðir lifandi á sama stað (svæði) og sama ár og þeir voru merktir. Hins vegar eru það ávallt taldar endurheimt- ur, ef merktir fuglar finnast dauðir eða liafa verið drepnir, og enn- fremur, ef merktir fuglar eru handsamaðir lifandi á öðrum stað en þeir voru merktir. Loks eru það einnig taldar endurheimtur, ef merkt- ir fuglar eru handsamaðir lifandi á sama stað og þeir voru merktir, svo framarlega sem eitt ár eða lengri tími er liðinn frá merkingu. 1 eftirfarandi skrá um endurheimtur eru þessi merki og skamm- stafanir notuð: o merktur -f endurheimtur á karlfugl 2 kvenfugl ad. fullorðinn fugl s.st. sami staður F.d. fundinn dauður Endurheimtumerkið er þó aðeins notað, ef fuglinn hefur verið drepinn eða hann hefur fundizt dauður, en ekki ef fuglinn hefur verið handsamaður lifandi og sleppt aftur.

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.