Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1953, Side 42

Náttúrufræðingurinn - 1953, Side 42
Sigurður Þórarinsson: Pribyloffselurinn 1 Beringshafi, vestur af meginlandi Alaska, á 57. gráðu norðlægrar breiddar, liggur eyjaklasi, sem nefnist Pribyloffeyjar. Eyjaklasinn, sem er hlaðinn upp af ungum gosmyndunum, er um 400 ferkílómetr- ar, og þar búa að staðaldri um 450 manns. Þessar eyjar eru aðal- heimkynni Pribyloffselsins. Talið er, að um 90% allra sela þessarar tegundar sæki nú í látur á þessum eyjum. Pribyloffselurinn (Arctocephalus ursinus) eða sæbjörninn, eins og hann er einnig nefndur, telst til eyrnasela (Otariidœ) og til þess flokks þeirra, sem nefnist loðselir. Á skinnum loðsela er allmikið þel, og telj- ast þau skinn því til „loðskinna“ og eru verðmætari en skinn ann- arra selategunda. Pribyloffselurinn er ekki mjög stórvaxinn. Fullorðinn brimill er 2.0 —2.5 m langur og vegur 200—250 kg (um helmingi meira en land- selur). Urtan vegur nær fimm sinnum minna, eða 50—60 kg. Brimill- inn er dökkbrúnn að lit, urtur og ungselir silfurgrá (sbr. l.mynd). Saga sæbjarnanna á Pribyloffeyjum, frá því er Evrópumenn fundu fyrst þessar eyjar, er næsta lærdómsrík, og skal hún rakin hér í stuttu máli. Fer ég þar einkum eftir ritgerð, sem forstjóri Scott Polar Re- search Institute í Cambridge, G. C. L. Bertram, birti í kanadíska tíma- ritinu Arctic árið 1950. Rússneskur leiðangur fann Pribyloffeyjar árið 1786. Þær voxn þá óbyggðar, en brátt var fólk af kynstofni Aleuta flutt til stærstu eyj- anna, St. Paul og St. George, og farið var að stunda þarna selveiðar. Þó komst ekki verulegt skrið á þessar selveiðar, fyrr en Bandaríkja- menn keyptu eyjamar af Rússum árið 1876. Er áætlað, að tala sel- anna á eyjunum hafi þá verið yfir 4 milljónir. Áður höfðu selirnir nær eingöngu verið veiddir á landi, en nú var einnig farið að veiða þá á hafi úti og veiði stunduð árið um kring. Gekk nú mjög á sel- stofninn, og svo var komið 1910, að selunum hafði fækkað niður í 200.000. Árið 1911 var skotið á ráðstefnu Bandaríkjamanna, Rússa,

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.