Náttúrufræðingurinn - 1953, Side 48
r
Þorsteinn Kjarval
Enda þótt ég viti, að Þorsteini Kjarval sé litil þægð í því, að á hann
sé borið lof, má ekki minna vera, en að ég, sem ritstjóri Náttúrufræð-
ingsins, tjái honum þakkir minar og Náttúrufræðifélagsins fyrir þá
rausn, er hann sýndi félaginu nú í desember síðastliðnum, með því
að færa tímariti þess fjörutíu og fimm þúsund krónur að gjöf. Nátt-
úrufræðingar þessa lands eru flestu vanari en því að handleika fjár-
fúlgur, og ég hafði satt að segja aldrei séð svo marga fimm hundruð
kalla i einu og þá níutíu, er Þorsteinn Kjarval taldi fram á skrifborð
mitt þenna desemberdag, farandi um leið hlýjum viðurkenningar-
orðum um Náttúrufræðifélagið og tímarit þess. Þorsteinn Kjarval hef-
ur með þessari gjöf ekki aðeins rétt verulega við nauman fjárhag
Náttúrufræðingsins og tryggt áframhald á myndaseríum þeim, er
byrjað var að prenta í ritinu síðastliðið ár. Hann hefur einnig gefið
hið ágætasta og þarfasta fordæmi. Það er miklu sjaldgæfara hér
en í öðrum menningarlöndum, að einstaklingar láti fé af hendi rakna
til menningarstarfsemi. Hefur þó mörgum hérlendis safnazt miklu
meiri auður síðustu áratugi en Þorsteini Kjarval. Það getur verið list
að græða fé, en þó er það listin meiri að kunna að eyða fé. Kjarval
hefur lært þá list af sjálfum sér. Mættu einhverjir af honum læra.
Á síðasta aðalfundi Hins íslenzka náttúrufræðifélags, þ. 14. febr.
síðastliðinn, var Þorsteinn Kjarval einróma kjörinn heiðursfélagi þess.
S. Þ.