Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1953, Síða 53

Náttúrufræðingurinn - 1953, Síða 53
ISLENZKIR FUGLAR V 45 lundapör alveg út af fyrir sig, en sums staðar eru þó ekki nema örfá pör saman. Lundinn er farfugl hér á landi. Á vorin fer hann að koma upp að landinu í apríl, oftast um eða upp úr miðjum apríl. Seint í apríl eða í byrjun maí fer hann að vitja varpstöðvanna öðru hverju. Aðalvarp- tíminn hefst um eða upp úr 20. maí og stendur fram í fyrstu viku júnímánaðar. Eggið er aðeins eitt, hvítt eða skolhvítt að lit, með dauf- um, móleitum eða ljósfjólubláum dropum og dílum, sem oft mynda hettu á digra enda eggsins, eða hring í kringum hann. Stundum eru dílamir svo litlir og daufir, að eggið virðist hreinhvítt fljótt á litið. Eggskurnin er hrjúf og gljáalaus. Eggið er í holuendanum, sem ávallt er víðari á alla vegu en holan sjálf. Undir því er nær undantekning- arlaust meira eða minna af visnuðum blöðum eða stráum, er lundinn dregur í holuna. Stundum er aðeins um nokkur strá að ræða, en oftar þó talsverða visk. Utungunartíminn er talinn vera 6 vikur, og talið er, að 7 vikur líði frá því, er unginn kemur úr egginu, unz hann verð- ur fleygur. Báðir foreldrarnir taka þátt í útunguninni, en þó er talið, að hlutur kvenfuglsins sé mun meiri. Báðir foreldramir færa ungan- um æti. Eru það einkum smáfiskar og fiskseiði (sandsíli, síldarseiði og seiði þorskfiska). Bera foreldramir sílin í nefinu, oftast mörg í einu. Hér á landi fara fyrstu ungarnir að koma úr eggi síðustu dagana í júní og upp úr 20. ágúst fara þeir að yfirgefa holurnar og leita til sjávar. Nokkmm dögum áður hafa foreldrarnir yfirgefið þá, og þegar sulturinn fer að sverfa að þeim, yfirgefa þeir holumar að næturlagi og leita til sjóvar. I lok ágústmánaðar og fram í fyrstu vikuna í septem- ber er lundinn að hverfa frá varpstöðvunum, og um miðjan sept. má heita, að allur lundi sé horfinn frá landinu. Leitar hann þá til hafs, en ekki er þó vitað með vissu, hvar vetrarheimkynni íslenzka lundans eru. Líkindi eru þó til, að þau séu oft ekki langt undan, því að í Vestmannaeyjum verður stundum á veturna vart við einn og einn hrakningslunda eftir álandsofviðri. Og það er einnig vitað, að lundar em á veturna á hafinu fyrir norðan fsland, því að í hafísárum, þegar firðir og flóar norðanlands fyllast skyndilega af ís, þá finnst oft talsvert af lunda á ísnum. En óvíst er, hvort þessir lnndar eru af íslenzkum uppruna. Hér gæti alveg eins verið um lunda frá Jan May- en, Svalbarða eða jafnvel Norður-Noregi að ræða. SUMMARY Icelandic Birds V. The Puffin (Fratercula arctica (L.)). The puffin is a very common breeding bird on all coasts of Iceland. Numerically
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.