Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1953, Blaðsíða 59

Náttúrufræðingurinn - 1953, Blaðsíða 59
Jón Jónsson: Hálsagígir Suðvestan í Skálarfjalli á Síðu, örskammt norðan við foss þann, er Drífandi heitir, rakst ég í sumar á eldvörp, sem mér er ekki kunnugt um, að hafi verið getið áður. Svæði það, sem hér um ræðir, nefnist einu nafni Hálsar, og mun ég því kalla eldvörpin Hálsagigi Þar sem ég hafði aðeins stuttan tíma til að atliuga eldvörp þessi, verður hér stiklað á stóru. Ég geri mér vonir um að geta rannsakað allt svæðið nánar síðar. Hér hefur auðsjáanlega verið um sprungugos að ræða, og gíga- röðin er mjög greinileg. Stendur nyrzti gígurinn fast við fjallið, þannig að norðurhlið hans myndast af fjallshlíðinni. Gígur þessi heitir Lokinhamrar. Barmar hans að austan og vestan eru um 30 m á hæð og hlaðnir upp úr rauðu og svörtu gjalli og hraunkleprum. Þvermál gigsins að innan er um 160 m. Mikið grjót (móberg) hefur hrunið úr fjallinu ofan í gíginn, og er botn hans alveg hulinn af því. Bergið fyrir ofan hann virðist mjög sprungið. Gæti það bent til þess, að sprungan haldi áfram gegnum Skálarfjall, og skal nánar vikið að því síðar. Móti suðvestri er gígurinn opinn, og myndar hann þannig dálítinn hvamm í fjallshlíðinni. Gígaröðin stefnir nálægt N. 14° A. Hraunstraumur hefur runnið frá Lokinhamragíg og gígaröðinni endi- langri svo langt sem séð verður, en hún hverfur hrátt undir Skaftár- eldahraunið frá 1783. Af þeim orsökum verður ekki sagt, hversu löng þessi gígaröð hefur verið. Bétt sunnan við Skaftá, sem hér rennur um slétta sanda, Hálsaleirur, sér enn á stóran gíg, sem stendur upp úr sandinum og er í beinu áframhaldi af gígaröðinni norðan árinnar. Gígur þessi er á að gizka 1 km frá Lokinhamragíg. Það er auðvitað ómögulegt að segja, hversu mikið hraun hefur runnið frá þessum eldvörpum, því að yfir það hraun hafa síðar a. m. k. tvö stór hraunflóð runnið: Landbrotshraunið og Skaftárelda- hraunið. Skammt vestan við Lokinhamragíg er gjallhóll mikill. Mér mældist hann vera 63 m á hæð, og líklega er hann um 360 m í þver-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.