Náttúrufræðingurinn - 1953, Qupperneq 59
Jón Jónsson:
Hálsagígir
Suðvestan í Skálarfjalli á Síðu, örskammt norðan við foss þann, er
Drífandi heitir, rakst ég í sumar á eldvörp, sem mér er ekki kunnugt
um, að hafi verið getið áður.
Svæði það, sem hér um ræðir, nefnist einu nafni Hálsar, og mun
ég því kalla eldvörpin Hálsagigi Þar sem ég hafði aðeins stuttan tíma
til að atliuga eldvörp þessi, verður hér stiklað á stóru. Ég geri mér
vonir um að geta rannsakað allt svæðið nánar síðar.
Hér hefur auðsjáanlega verið um sprungugos að ræða, og gíga-
röðin er mjög greinileg. Stendur nyrzti gígurinn fast við fjallið,
þannig að norðurhlið hans myndast af fjallshlíðinni. Gígur þessi
heitir Lokinhamrar. Barmar hans að austan og vestan eru um 30 m
á hæð og hlaðnir upp úr rauðu og svörtu gjalli og hraunkleprum.
Þvermál gigsins að innan er um 160 m. Mikið grjót (móberg) hefur
hrunið úr fjallinu ofan í gíginn, og er botn hans alveg hulinn af því.
Bergið fyrir ofan hann virðist mjög sprungið. Gæti það bent til þess,
að sprungan haldi áfram gegnum Skálarfjall, og skal nánar vikið að
því síðar. Móti suðvestri er gígurinn opinn, og myndar hann þannig
dálítinn hvamm í fjallshlíðinni. Gígaröðin stefnir nálægt N. 14° A.
Hraunstraumur hefur runnið frá Lokinhamragíg og gígaröðinni endi-
langri svo langt sem séð verður, en hún hverfur hrátt undir Skaftár-
eldahraunið frá 1783. Af þeim orsökum verður ekki sagt, hversu löng
þessi gígaröð hefur verið. Bétt sunnan við Skaftá, sem hér rennur
um slétta sanda, Hálsaleirur, sér enn á stóran gíg, sem stendur upp
úr sandinum og er í beinu áframhaldi af gígaröðinni norðan árinnar.
Gígur þessi er á að gizka 1 km frá Lokinhamragíg.
Það er auðvitað ómögulegt að segja, hversu mikið hraun hefur
runnið frá þessum eldvörpum, því að yfir það hraun hafa síðar a.
m. k. tvö stór hraunflóð runnið: Landbrotshraunið og Skaftárelda-
hraunið. Skammt vestan við Lokinhamragíg er gjallhóll mikill. Mér
mældist hann vera 63 m á hæð, og líklega er hann um 360 m í þver-