Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1953, Page 62

Náttúrufræðingurinn - 1953, Page 62
54 NÁTTtJRUFRÆÐINGURINN eftirgreindar deilingar táknaðir svo: N:19 með a, N:4 með b, N:7 með c, (19a+x):30 með d, (2b+4c + 6d+y) :7 með e. Hér tákna x=15 og y = 6 sé miðað við júlíanskt tímabil (gamla stíl). Fyrir gre- gorískt tímatal (nýja stíl), sem nú er notað (tekið upp árið 1700), skulu tölugildi á x og y vera eins og segir í töflunni hér fyrir neðan. Árabil X y 1700—1799 23 3 1800—1899 23 4 1900—2099 24 5 Séu páskar i marzmánuði, verður mánaðardagur þeirra talan, sem fæst úr stærðunum 22+d+e. Séu páskar hinsvegar í aprílmánuði, er mánaðardagur þeirra jafn tölunni d+e—9. Hér virðist sem tvær dag- setningar komi til greina. Svo er þó ekki, en auðfundið hvor talan gildir út frá þvi, að önnur dagsetningin er fráleit, þ. e. mánaðardagur, sem er minni en einn eða stærri en 31. Er því auðvelt að skera úr um, hvor dagsetningin og þar með mánuður skuli gilda. Ef d+e=35 er nauðsynlegt að gera leiðréttingu, tölugildið d+e = 35 gefur mán- aðardaginn 26. april, en í hans stað skal setja 19. apríl. Ennfremur, ef d=28 og e=6 og a er stærri tala en 10, fæst 25. apríl, en í stað þeirrar dagsetningar skal setja 18. apríl. Leiðrétting þessi er til kom- in vegna þess, að páskar eru ekki síðar en 25. april. Þegar kunnugt er um mánaðardag páska, er auðvelt að finna mán- aðardag annarra hreyfanlegra hátíðisdaga ársins (uppstigningardags, hvítasunnu, sumardagsins fyrsta o. fl.) sem og vikudag hvaða mán- aðardags sem er.

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.