Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1953, Page 66

Náttúrufræðingurinn - 1953, Page 66
58 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN inn og aflagaður. f norðvestanverðu tjarnarstæðinu þröngt, en lík- lega djúpt, gufuop. Árið 1941 var kyrrlátur blár leirhver skammt norð- an við tjömina, nú voru þar tveir stórir vellandi leirhverir og lá frá þeim djúp skora suður í tjarnarstæðið. Hitinn í gjádalnum virðist hafa vaxið og sást víða gufuútstreymi. tlr stóra hvernum í þrengslunum í miðri gjánni rauk ákaflega. Þar virðist nú ólgandi leirtjöm, en í suð- vesturhomi hennar kom upp gild gufusúla með miklum gný, ann- ars sást ógerla, hvemig þar hagaði til. Aukin leysing úr jöklinum hefur vafalaust valdið því, að vatn var komið í tjamarstæðið 12. ágúst. Hlaup í Jökulsá á Fjöllum hafa vafalaust stundum orðið vegna eldsumbrota, en mjög er líklegt, að framrás jökullóna hafi orsakað sum þeirra. Þannig má benda á, að stórt og djúpt jökullón hefur eitt sinn verið norður af Kverkfjöllum, við upptök Kreppu, sem gæti hafa valdið stórhlaupum. Vatnshjallar sýna, að það hefur minnkað í áföngum. Það var ekki með öllu horfið 1918, er dr. Trautz gekk á Kverkfjöll. Samkvæmt uppdráttum herforingjaráðsins, á að hafa ver- ið stórt jökullón við jökulröndina upp af Kverkárnesinu, en það var með öllu horfið 1946, en nokkm vestar sáust merki eftir smálón, sem nýlega hafði tæmzt. Enn um Hverfjall Þar eð Hverfjall hefur aftur borið á góma, vildi ég bæta nokkrum orðum við mín skrif um það fjall í síðustu heftum Náttúrufræðings- ins. Þess er þá fyrst að geta, að eftir að ég ritaði fyrri hluta greinar minnar, rakst ég á eldri heimild um Hverf jall en þar er getið. í lýsingu Þingeyjarsýslu (Description over Norder Syssels udi Island) eftir Jón sýslumann Benediktsson, dagsettri að Rauðuskriðu 18. júní 1747 (Is- lands geografiske Beskrivelse. Þjskjs. 221) segir svo: „Til osten for Mijvand kaldes Hverfiæld, lidet i Circumferencen, men dog af Mærk- værdighed, thi naar man kommer der op kand sees lige som een Skaal nedunder, hvilken meenes lige saa dyb indentil som Fiældet er höyt udenfoer". Þetta sker úr um það, að fjallið hét Hverfjall eða

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.