Náttúrufræðingurinn - 1953, Blaðsíða 67
ENN UM HVERFJALL
59
Hverfell, þegar þeir Eggert og Bjarni fóru þar um, en Sandfellsnafn
þeirra á misskilningi hyggt, ef það á við Hverfjall.
Þess var einnig getið í ritgerð minni, að elzta mynd, sem mér væri
kunn af Hverfjalli, væri myndin í Ferðabók Preyers og Zirkels frá
1862. Við þetta vildi ég bæta þeim upplýsingum, að þessi mynd er
upphaflega gerð af dönskum málara, Carl Emil Baagöe (1829—1902).
Baagöe þessi var mikilsmetinn málari á sinni tíð og kunnastur fyrir
sjómyndir sínar, sem eru víða á opinberum söfnum, bæði i Danmörku
og Englandi. Hann dvaldist hérlendis sumarið 1855 og fór þá víða
um land, m. a. til Mývatns. Þykir mér ekki óliklegt, að hann hafi
verið í ætt við faktor Baagöe á Hiisavik, sem Thienemann og fleiri
geta um í ferðabókum sínum. Á næstu árum eftir hingaðkomu hans
birtust eftir hann margar tréskurðarmyndir í Illustreret Tidende. Þar
er m. a. mynd af Beykjahlíðarkirkju, Goðafossi, Uxahver og Helgafelli
í Vestmannaeyjum. Hann gerði einnig mynd af gosinu hjá Kraka-
tindi 1878, séðu af sjó, og er sú mynd gerð eftir teikningu skipstjórans
á póstskipinu Valdimar. Hafa myndir Baagöes komizt í ýmsar ÚL
lendar ferðabækur um Island. Hverfjallsmyndin í bók Preyers og
Zirkels er dálitið breytt frá þeirri Hverfjallsmynd Baagöes, sem ég
hef séð, einkum bakgrunnurinn, en þó auðsætt, að hún er eftir Baagöe.
Má vera, að hann hafi gert fleiri en eina mynd af fjallinu.
Hvað viðvíkur grein Ölafs Jónssonar, þá gleður það mig vitanlega,
að Ölafur, sem er manna fróðastur um eldstöðvar nyrðra, er mér
sammála um myndun Hverfjalls í meginatriðum. Hins vegar held ég
enn við skoðun mína um myndun innri keilunnar, sem er dálítið frá-
brugðin skoðun hans, svo sem sjá má af þversniði mínu af fjallinu.
Ólafur telur innri keiluna vera leifar af skilvegg milli tveggja gíga,
en ég tel hana vera raunverulegan gíghól, hlaðinn upp í lokahrinu
Hverfjallsgossins. S. Þ.