Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1953, Síða 71

Náttúrufræðingurinn - 1953, Síða 71
RITSTJÓRARABB 63 sjaldan þeir hafa tök eða efni á að hitta kollega sína erlendis. Má vera, að það sé svo dýrt að vera í Unesco, að það borgi sig ekki, en fróð- legt væri að fá greinargerð um það frá þeim aðilum, er hafa ráðið því, að við höfum ekki sótt um þátttöku. Fyrir tveimur árum var mikið íþróttamót háð í Bryssel. Þangað fór af íslandi flokkur af keppendum snjöllum, fékk þar á sig töluvert nafn og varð landi sínu til sóma. Um sama leyti var alþjóðamót jarðeðlisfræðinga háð i þeirri sömu borg. Undir jarðeðlisfræðina heyra ýmsar þær greinar náttúrufræðinnar, er okkur varðar mest, svo sem eldfjallafræði, jarðskjálftafræði, haffræði og jöklafræði. En að engum virtist hvarfla, að ástæða væri til, að íslenzkir vísindamenn mættu á því móti. Er þó ekki víst, að þeir hefðu staðið sig þar nokkru ver en okkar ágætu íþróttamenn, og eflaust hefðu þeir getað lært þar ýmislegt, sem hefði getað orðið rannsóknum hérlendis að gagni. Islend- ingar eru nú næstum eina þjóðin, sem ekki er aðili að þessum alþjóða- félagsskap, og virðist þó sem Island ætti heima í þeim félagsskap flestum þjóðum fremur, enda hefur þess oftar en einu sinni verið æskt af þessu alþjóðasambandi, að ísland gerðist þar aðili. Raunar kostar þetta 100 ensk pund árlega, en ekki er það neinn obbi. Næsta alþjóðaþing jarðeðlisfræðinga verður haldið í Róm haustið 1954. Yæri mjög æskilegt, að Island gerðist aðili að samhandinu fyrir þann tíma, svo að íslenzkir vísindamenn verði þar ekki lengur utan gátta. F}rrir nokkrum árum var það samþykkt á alþjóðaráðstefnu um póstmál, að visindastofnanir mættu senda vísindaritgerðir milli landa fyrir mun lægra burðargjald en annað prentmál. Veit ég ekki betur en að íslenzkir póstmálapótintátar hafi mætt á þessari ráðstefnu án þess að andmæla þessari samþykkt. En svo undarlega bregður við, að íslenzka póststjórnin, ein allra póststjórna, hefur látið undir höfuð leggjast að fylgja þessari samþykkt. Sýnir það litla art í garð íslenzkra vísinda. Svo mikð er þó ekki skrifað af vísindaritum hér, miðað við önnur lönd, að þetta ætti að verða íslenzku póststofnuninni erfiðari baggi en öðrum. Hins vegar væri þessi alþjóðasamþykkt, ef framfylgt væri, dálítill fjárhagslegur léttir þeim visindastofnunum, sem hér starfa. Þess má geta, að ekki er útgefinn sá pólitíski blaðsnepill hér- lendis, að ekki þyki sjálfsagt, að hann sé út sendur með afsláttum á burðargjaldi. Svo er nú það. S. Þ.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.