Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1954, Blaðsíða 10

Náttúrufræðingurinn - 1954, Blaðsíða 10
120 NÁTTtJRUFRÆÐINGURINN réttri brúnleitt, gagnsætt gler, sideromelan. Að innan er kúlan úr ógagnsæju basalti. I sumum hólanna er svo mikið af svona basalt- kúlum, að meiri hluti hólsins er byggður úr þeim. Það er ekki nóndar nærri alltaf, að svona glerhúð sé bundin við reglulegar kúlur, a. m. k. eins oft fyrirfinnast óregluleg hraunstykki og hraunkleprar með sideromelanhúð á annað eða bæði borð. Mjög venjulegt er, að fleiri slíkar glermyndanir séu hver utan yfir annarri. Innan í einni svona kúlu fann ég ljósleitt duft eða leir, en ekki hefur mér enn þá tekizt að ákveða, hvers konar efni það er. Efalaust eru þessar basaltkúlur sama eðlis og kúlurnar í svokölluðu bögglahrauni (pillow-lava). Einna beztur þverskurður af Landbrotshrauninu fæst í Ófærugili rétt hjó Hátúnum. Þar er hraunið sums staðar gjallkennt allt í gegn- um, en sums staðar eru þar klettar úr venjulegu, þéttu basalti innan um gjallið. Við Tungufoss og Tröllshyl sér bæði gjall og basalt, en meira ber á basaltinu. Af því, sem hér hefur verið reynt að lýsa, virðist auðsætt, að sami hraunstraumur hefur þama myndað: venjulegt basalt, kúlubasalt (pillow-basalt) af mismunandi gerð og gjall, sem meS tímanum virS- ist verSa aS móbergi. Vafalaust hefur hraunið verið þunnfljótandi, að öðrum kosti hefði það ekki getað runnið svo langa leið og breiðzt yfir svo stórt svæði, enda bendir einnig útlit hraunsins ótvírætt til þess. Af því, sem hér hefur verið sagt, virðist mega ráða, aS móberg myndast einnig á vorum dögum og án þess aS um sé áS rœSa gos undir jöklum eSa um hraunleSju af sérstakri gerS. Ekki get ég fundið neina eðlilega skýringu á myndun gjallsins og gjallhólanna aðra en þá, sem Þorvaldur Thoroddsen hafði, nefnilega að hraunið hafi runnið yfir votlendi. Vel má hugsa sér, að mismunandi hlutföll milli eldleðju og vatns gefi mismunandi storku. Þannig mætti gera ráð fyrir, að sé mikið vatn fyrir hendi, myndist kúlubasalt (bögglahraun, pillow-lava), sé um minna vatn að ræða myndist gjall, en á milli þessara myndana þurfa engin skörp takmörk að vera, heldur getur ein myndunin geng- ið yfir í hina. Af þessum orsökum eru basaltkúlur svo venjulegar innan um gjallið í Landbrotshólunum. Þar sem nægilegt vatn, einhverra hluta vegna, ekki var fyrir hendi, hefur venjulegt basalt myndazt. Ekki fæ ég betur séð, en að hér sé um að ræða alveg sams kon-

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.