Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1954, Blaðsíða 3

Náttúrufræðingurinn - 1954, Blaðsíða 3
Jón Jónsson: Móbergsmyndun í Landbroti Eins og kunnugt er, stendur Landbrotsbyggðin á fornu lirauni. Þó standa bæirnir Ytri-Dalbær og Hólmur ekki á sjálfu hrauninu, held- ur við hraunröndina. Hraun þetta hefur runnið ofan af hálendinu, og telur Þorvaldur Thoroddsen, að það sé komið úr Eldgjá á Skaftár- tunguafrétti. Hraunkvísl úr Eldgjá hverfur undir Skaftóreldahraunið frá 1783, og virðist hún hafa runnið í hið forna Skaftárgljúfur. Vit- að er, að hraun var á botni gljúfursins fyrir gosið 1783. Vel má vera, að gosið hafi austan Skaftár samtímis og Eldgjá gaus, og likur virðast á, að finna megi framhald Eldgjársprungunnar á þeim slóðum, en ekki get ég að svo stöddu leitt fullnægjandi rök að því. Nokkuð af hinum fornu hraunum í Landbroti getur þó hafa átt upptök sin niðri i byggð, en lítið er um það vitað ennþá.1) Þorvaldur Thoroddsen telur líklegt, að Landbrotshraunið hafi runn- ið nálægt 930 og liraunin á Mýrdalssandi og í Álftaveri séu frá sama gosi Engar heimildir eru til um þetta gos, nema það sem stendur í Landnámu um jarðeld, sem rann niður í Álftaver. Landnáma getur ekki um byggð í Landbroti, en nefnir hins vegar „Nýkoma“, en eng- inn veit, við hvað er átt með því orði, hvort heldur hraun eða vatnsfall. Á 12. öld er komin byggð í Landbroti, og víst er, að þegar öræfa- jökull gaus 1362, var kominn allþykkur jarðvegur í hraunið, a. m. k. austan til. Þetta sést greinilega af hinu hvíta öskulagi frá þessu gosi, en það sést alls staðar í jarðvegssniðum ó þessum slóðum. Suðaustan til er Landbrotshraunið alsett stórum og smáum gjall- hólum. Það eru hinir alkunnu Landbrotshólar (l.mynd). Þeir standa þétt og skipta vafalaust þúsundum. Margir þeirra líta út eins og 1) Hálsagígir. Náttúrufr., 1. h. 1953. 8

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.