Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1954, Blaðsíða 23

Náttúrufræðingurinn - 1954, Blaðsíða 23
ISLENZKIR FUGLAR IX 131 vetrar, því að ég hef séð skúma djúpt undan suðurströnd fslands seinni part febrúarmánaðar. Merkingarnar benda einnig til þess, að skúniurinn verði ekki kynþroska fyrr en bann er 3—4 ára, og að öllum líkindum ekki fyrr en bann er 4 ára. Virðast hinir ókyn- þroska ungfuglar, einkum 2—3 ára gamlir fuglar, leita norður á bóginn á vorin, eins og fullorðnu fuglarnir, en 1—3 ára fuglar halda sig bersýnilega oft fjarri varpstöðvunum yfir sumartímann, eins og sjá má af því, að íslenzkir fuglar á þessum aldri hafa náðst aftur að sumarlagi við SV.-Grænland og Nýfundnaland, og að fær- eyskur skúmur á 2. sumri hefur náðst við Island. Yfirleitt sést skúmurinn aldrei eða mjög sjaldan á landi nema á varpstöðvunum. En fari maður að sumarlagi með skipi kringum ísland, getur maður vænzt þess, að sjá skúm undan ströndinni við hvaða landshluta sem er, einkum þó á djúpmiðum. Sjaldan sést þó nema einn fugl í senn, þótt komið geti fyrir, að 2—3 fuglar sjáist samtímis. Svæðið út af hinum miklu varpstöðvum skúmsins á sönd- unum á Suður- og Suðausturlandi sker sig þó úr, hvað þetta snert- ir, þvi að þar er algengt, að 20—30 skúmar fylgi skipinu eftir sam- tímis. Um fæðu og fæðuöflun skúmsins mætti margt segja. Eins og kjó- inn gerir hann talsvert að því að elta aðra fugla og neyða þá til að sleppa bráð sinni eða til að spúa upp nýgleyptri fæðu. Meðal ann- ars leggst hann á ýmsa máfa og súlur í þessu skyni. Einnig tekur hann fiska, er vaða við yfirborð, því að kafað getur hann ekki. Við skúmahreiður á Breiðamerkursandi hafa fundizt smokkfiskaskoltar, en hugsazt getur, að þeir séu komnir úr fiskmögum. Þá mun skúm- urinn taka egg, og þó einkum unga, ýmissa fuglategunda, og full- orðna fugla drepur hann oft í allstórum stíl. Má meðal annars nefna þessar tegundir, sem vitað er með vissu, að hafa orðið skúmnum að bráð hér á landi: Sefönd, fýll, stokkönd, urtönd, rauðhöfðaönd, duggönd, hávella, æðarfugl, hrafnsönd og litla toppönd. Endur þreyt- ir hann á sundi og tekur þær, er þær koma úr kafi. Um fýladráp skúmsins veit ég aðeins eitt dæmi. I júlímánuði s.l. kom ég í Hjör- leifshöfða á Mýrdalssandi, en þar er eins og kunnugt er mikið fýla- varp, en á sandinum í kring verpur talsvert af skúm. Það vakti furðu mína, að á tiltölulega mjóu belti á sandinum í kringum höfð- ann lágu fýlahræ eins og hráviði. Skiptu hræin áreiðanlega hundr- uðum, og voru sum af nýdrepnum fýlum, en önnur eldri, frá fyrra ári eða fyrri árum. Var lítið étið af fýlum þessum nema bringu-

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.