Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1954, Blaðsíða 30

Náttúrufræðingurinn - 1954, Blaðsíða 30
138 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN Loks dvaldist enski grasafræðingurinn E. W. Jones um hríð í Gríms- ey sumarið 1934. Ritaði hann alllanga ritgerð um gróður Grimseyjar í Journal of Ecology. Er þar gerð allnákvæm grein fyrir gróðurlendi eyjarinnar, og lýst höfuðeinkennum og taldar tegundir hvers gróður- hverfis, ekki einungis blómplöntur, heldur einnig gróplöntur, mosar og skófir. Er ritgerð sú hin merkasta. Enginn samfelldur flórulisti er í ritgerðinni, en höf. segir, að getið sé þar þeirra hóplantna, er hann fann. Telst mér til, að hann hafi fundið þar jafnmargar tegundir og ég, eða 96. Hins vegar hefir Jones fundið 15 tegundir, sem ég ekki sá, og ég jafnmargar, er vantar í greinargerð hans. Loks eru 4 tegundir, sem Ólafur hefir fundið, en hvorugur okkar hinna. Grímsey liggur sem kunnugt er norður af skaganum austan við Eyjafjörð, 41 km undan landi. Norðurheimskautsbaugurinn liggur um eyna sunnanverða, þannig að meginhluti eyjarinnai' er norðan hans. Eyjan er aflöng og liggur frá SA—NV, mjókkar hún mjög til endanna, einkum norðantil. Hún er tæpir 6 km á lengd, en um 2 km á breidd, þar sem hún er breiðust, en að flatarmáli er hún 5,3 km2. Grímsey er hæst að austanverðu, og hallar henni því móti suðvestri, og er þannig mestum hluta hennar skýlt allverulega fyr- ir norðan- og austanátt. Vesturströnd eyjarinnar er lág, 10—20 m, og er víðast auðgengið af bökkunum niður í fjöru. Að *austanverðu má heita óslitið þverhnípt bjarg, 80—lOOm hátt. Landslagi er svo háttað, að við vesturströndina, einkum sunnan til, er allbreið flatlendisræma upp af bökkunum, en þaðan hækkar landið smám saman likt og aðlíðandi fjallshlíð. Brekka þessi endar í svokölluðum Hæðum. Þau austur af er háeyjan, og skiptast þar á ásar og dalir austur undir bjargsbrún. Dalirnir fylgja að mestu stefnu eyjarinnar, eru þeir alldjúpir og að þeim brattar brekkur. öll er eyjan þurrlend að kalla má. Þó eru þar nokkrar tjarnir, sem flestar þorna á sumrin, og eru tjarnarstæðin vaxin tjarna- og mýr- lendisgróðri. Eyjan er algróin að kalla má. Naumast sér þar í mel, en flög eru a nokkrum stöðum, og á einstöku stöðum eru klappir í ásabrúnunum. Aðalgróðurfar eyjarinnar er graslendi, bæði valllendi og móar. Helztu tegundirnar í graslendi þessu eru vinglar (Festuca vivipara og F. rubra). Minnist ég naumast nokkurs staðar að hafa séð blávingul (F. vivipara) svo drottnandi í gróðri sem sums staðar þar, þursa- skegg (Kobresia myosuroides), móasef (Juncus trifidus) og sveifgrös (Poa alpina og P. pratensis). Jones getur ekki um fjallasveifgras (P.

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.