Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1954, Blaðsíða 22

Náttúrufræðingurinn - 1954, Blaðsíða 22
130 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN ófleygir skúmsungar hafa jafnvel fundizt á Breiðamerkursandi fram að þeim tíma. Það er vitað, að skúmurinn leitar til hafs á veturna, eins og kjó- inn, en skúmurinn sést þó oftar nær landi á þessum tíma árs en kjóinn. Talið er, að vetrarlieimkynni skúmsins í Atlantshafinu séu á svæðinu frá 60° n.br. suður að hvarfbaugnum nyrðri (23Y20 n.br.). Talsvert hefur verið merkt af skúm hér á landi, og hafa það ein- göngu verið ófleygir ungar, sem merktir hafa verið. Aðeins 5 skúm- ar hafa náðst aftur að vetrarlagi, og gefa þessar endurheimtur þvi tiltölulega litla hugmynd um hin raunverulegu vetrarheimkynni íslenzka skúmsins. Einn þessara skúma, sem allir náðust aftur á 1. vetri, var skotinn við Nýfundnaland (Horse Islands) í október, annar var skotinn á Ermarsundi (út af Montmartin sur Mer, Frakkl.) í nóvember, sá þriðji var skotinn við strönd Belgíu (30 km norður af Blankenberge) í desember, sá fjórði var skotinn í desember í suð- austurhomi Biscayaflóa, rétt við landamæri Frakklands og Spánar, og sá fimmti fannst dauður í janúar á eyjunni Skye við vestur- slrönd Skotlands. Talsvert meira af merktum skúm hefur náðst aftur að sumarlagi. At skúmum á l.sumri var einn skotinn við Nýfundnaland (Strait of Belle Isle) í júlí. Af skúmum á 2. sumri voru 2 skotnir við SV.- Grænland í ágúst, og 3 voru skotnir við norðurströnd íslands i júní— ágúst. Af fuglum á 3. sumri var 1 skotinn við SV.-Grænland í ágúst, og 6 voru skotnir við norðurströnd Islands í maí—júlí, þar af 1 á varpstað, þar sem hann hafði verið merktur (við Jökulsárósa í Ax- arfirði). Af fuglum á 4. sumri voru 2 skotnir við norðurströnd Is- lands, í maí og snemma í ágúst. Loks voru 5 ára gamall skúmur og 8 ára gamall skúmur skotnir á Breiðamerkursandi, þar sem þeir höfðu verið merktir sem ungar. Þá má geta þess, að skúmur, merkt- ur sem ungi í Færeyjum, náðist á 2. sumri við austurströnd Islands. Af árangri merkinganna má draga þair ályktanir, að íslenzkir skúmar yfirgefi íslenzk hafsvæði á veturna og leiti lengra eða skem- ur suður á bóginn, einkum til SA. (strendur Vestur-Evrópu), en þó einnig til SV. (Nýfundnaland). Mér er heldur ekki kunnugt um, að vart hafi orðið við skúma hér við land að vetrarlagi, að minnsta kosti ekki á tímabilinu frá nóv.—jan. Eina undantekningin, sem mér er kunnugt um, er hamur af skúm i Náttúrugripasafninu, er skot- inn var í Faxaflóa 28. desember. Hins vegar virðist skúmurinn fara að koma upp að landinu tiltölulega snemma á vorin eða seinni part

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.