Náttúrufræðingurinn - 1957, Side 8
2
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
Ijósið að orkugjafa, jafnvel þar sem sjórinn er mjög djúpur. Það sjá-
um við, ef við drögum fínan háf vissa vegalengd í sjónum góðviðr-
isdag í maí, förum síðan með innihaldið úr háfnum heim og bregð-
um því undir smásjána. Birtist okkur þá aragrúi af örsmáum,
skringilegum lífverum, gulbrúnum eða rauðbrúnum að lit. Vegna
smæðar sinnar og lögunar geta þær haldist í yfirborðslögunum um
tíma og notað sólarljósið. Það eru þessar smásæju lífverur, plöntn-
svifið, sem í raun og veru eru undirstaða lífsins í sjónum, og munu
þær verða gerðar að umtalsefni í þessari grein.
Plöntusvif eða fytoplankton kallast plöntur þær, sem hafast við í
sjávaryfirborðinu og eru án sjálfstæðrar hreyfingar eða hreyfast
mjög lítið miðað við sjóinn. Þær tilheyra hinum mismunandi flokk-
um þörunganna. Þýðingarmestu flokka plöntusvifsins má telja
kísilþörunga (Diatomeae), skoruþörunga, (.Dinofla-
gellatae) og kalkþörunga (Coccolithineae). Blágrænþör-
u n g a (Cyanophyceae) og grænþörunga (Chlorophyceae)
gætir einnig í plöntusvifi sjávarins. Hver einstaklingur er ein fruma,
aðeins brot úr millimetra að stærð, og vinnur hún öll þau störf,
sem hjá æðri plöntum á landi er skipt á milli vefja, rótar, stönguls
og blaðs. Æxlunin fer aðallega fram við það, að hver fruma skiptir
sér til helminga. Hjá sumum tegundum getur skiptingin farið fram
tvisvar á sólarhring, ef skilyrði eru góð, svo að frá einni frumu geta
á nokkrum dögum komið fjölda margir einstaklingar. Þetta má
skýra með dæmi: Ef 10 frumur í einum lítra af sjó fara að skipta
sér og gera það óhindrað í átta og hálfan dag, þá er fjöldi þeirra í
einum lítra orðin ein milljón. Það er alls ekki óvenjulegt fyrir-
bæri á vorin, þegar skilyrðin til gróðurs eru góð, að tala einstakling-
anna í einum lítra af sjó skipti milljónum. En þróunarferill þess-
ara örsmáu lífvera eru stuttur og hver tegund er aðeins skamman
tíma í yfirborðslögunum hverju sinni. Tegundir, sem lifa yfir land-
grunni, mynda venjulega dvalagró, er falla til botns og liggja þar
lengri eða skemmri tíma. Er það síðan háð hreyfingum sjávarins og
gróðurskilyrðum í yfirborðslögunum á hverjum stað, hvenær teg-
undin verður aftur virkur þátttakandi í framleiðslu plöntusvifsins.
í tempruðum og arktískum sjó eru kísilþörungarnir meðal veiga-
mestu framleiðenda sjávarins af lífrænum efnum. Mynd 1 sýnir
nokkrar tegundir kísilþörunga. Frumurnar eru oft lauslega festar