Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1957, Page 14

Náttúrufræðingurinn - 1957, Page 14
8 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN endurskoðunar eftir að farið var að nota rafeindasmásjána til að rannsaka byggingu þeirra. Margt nýtt kom þá í ljós, sem hefur kollvarpað fyrri skiptingu í ættbálka. Á síðari hluta 19. aldar fór að bera á nýjum viðhorfum og mark- miðum í plöntusvifsrannsóknum. Á þessu tímabili hófust víðáttu- miklir úthafsleiðangrar, og kerfisbundin söfnun á gögnum um líf- verurnar í sjónum var hafin. Þjóðverjinn Johannes Miiller hafði þá nokkru áður, eða 1845, fundið tæki til að sía frá lrinar smærri líf- verur, svo að einnig þeim var gaumur gefinn. Það varð Ijóst, að víðast hvar í yfirborðslögunum fannst gróður, og ennfremur, að út- breiðsla hinna einstöku þörungaflokka var vissum lögmálum háð. G.O. Sars, sem stjórnaði norska Norðurhafsleiðangrinum 1876-78, bendir á það í ritgerð um leiðangurinn, að þessar lífverur í sjón- um, sem líkjast plöntum, gegni í rauninni sama hlutverki fvrir lífið í sjónum og hinar „eiginlegu" plöntur á landi. Hin nýju viðhorf, sem tekin voru upp, beindust í fyrstu aðallega í tvær áttir. Voru fulltrúar þeirra annars vegar Þjóðverjinn Hen- sen og hins vegar Svíinn Cleve. Hensen setti sér það mark að mæla framleiðslu sjávarins af lífrænum efnum við breytileg ytri skilyrði. Hann útbjó háfa, til að mæla innihald sjávarins af lífverum. Háf- arnir voru dregnir lóðrétt frá 200 m dýpi til yfirborðsins, og það sjávarmagn, sem síaðist gegnum háfinn, var reiknað út. Allt, sem fékkst af lífverum, var mælt með rúmmálsmælingum, auk þess voru allar tegundir vandlega taldar. Eftir útkomunni reyndi Hensen að finna mælikvarða á framleiðslu sjávarins af lífrænu efni undir ein- um fermetra af sjávarfletinum. Þessar stórhuga áætlanir reyndust erfiðar viðfangs. Enda eru þetta vandamál, sem plöntusviffræðingar seinni tíma hafa bisað við að leysa, en reynst hefur erfitt, þrátt fyrir það, að þeir hafa notið reynslu hinna eldri og öðlast betri tækni. Hensen tók lítið tillit til strauma, sem flytja svif frá einum stað til annars, en lagði aðaláherzluna á að rannsaka áhrif ytri skilyrða, svo sem ljóss og hita á þróun og æxlun lífveranna. Algerlega gagn- stætt sjónarmið vakti fyrir Svíanum Cleve. Cleve hafði safnað og unnið úr geysimiklu af gögnum víðs vegar að úr Norðurhöfum, og hann hafði fundið, að hin ólíku hafsvæði höfðu að geyma mis- munandi plöntusamfélög. Á þessu byggði hann kenningu sína um, að hafstraumarnir hefðu sín sérstöku plöntusamfélög, sem þeir

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.