Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1957, Side 15

Náttúrufræðingurinn - 1957, Side 15
UM PLÖNTUSVIFIÐ í SJÓNUM 9 flyttu með sér langar leiðir og gæfu þar með til kynn,a hvaðan hinar ýmsu sjóheildir væru komnar. í riti, sem kom út 1902 um svif Noregshafsins, leitaðist norski plöntusviffr:æðingurinn Gran við að samræma hin ólíku sjónarmið þeirra Cleves og Hensens. Gran lagði áherzlu á, að vöxtur og við- gangur plöntusvifsins á hverjum stað væri háður þeim ytri að- stæðum, sem hafa áhrif á þróun hinna einstöku plöntutegunda og plöntusamfélagsins sem heild, en hann sagði jafnframt: „En ekki er þar með sagt, að hafstraumarnir hafi ekki mikil áhrif á útlit og eðli svifsins. Hin óbeinu áhrif straumanna eru hins vegar miklu meiri, þar sem þeir ummynda hin ytri lífsskilyrði.“ Þessi sjónarmið Grans eru enn þann dag í dag ríkjandi skoðun meðal þeirra, sem fást við rannsóknir á plöntusvifi. Um aldamótin hafði Þjóðverjinn Brandt sett fram þá skoðun, að framleiðslan í sjónum geti takmarkast vegna skorts á næringar- efnum, svo sem köfnunarefni og fosfór. Nokkru síðar vakti Natlians- son, sem líka var Þjóðverji, athygli manna á þeirri þýðingu, sem lóðrétt blöndun gæti haft fyrir framleiðslugetu hinna ýmsu haf- svæða. Ekki var liægt að sanna skoðanir þeirra Brandts og Nathans- sons, fyrr en nýjar, nákvæmar og fljótvirkar aðferðir voru teknar upp á 3. tug þessarar aldar, til að mæla næringarefni sjávarins. Um líkt leyti var almennt farið að nota nýjar aðferðir til að rannsaka magn sjávarins af plöntusvifi. Háfar Hensens höfðu aðallega verið notaðir hingað til, en aðeins lítill hluti plöntusvifsins veiðist með þeim, þar sem allar tegundir undir ákveðinni stærð fara gegnum dúkinn, og fínustu dúkarnir, sem notaðir eru í háfa, sleppa öllu, sem er minna en 1/20 úr millimetra, gegnum möskvana. Nú er almennt sá háttur hafður á, að sýnishornum til rannsókna á plöntu- svifi er safnað með sjótaka frá mismunandi dýpum og svifið síðan rannsakað, eftir að það hefur verið skilið frá í skilvindu eða látið setjast til. Með þessum nýju aðferðum hefur einnig tekizt að ná liinu svokallaða nannosvifi, sem er minna en 1/20 úr millimetra í þvermál, en mikill hluti plöntusvifsins er einmitt nannosvif. Þessar aðferðir, sem hér hafa verið nefndar, segja til um, hvaða plöntur og hve mikið af þeim er í ákveðnu magni af sjó við ákveðin ytri skilyrði, og eru það mikilsverðar upplýsingar, þegar hægt er að bera saman mörg liafsvæði. En í þeim felst ekki mæling á því, hve mikið raunverulega er framleitt af lífrænu efni. Nú hefur á

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.