Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1957, Blaðsíða 18

Náttúrufræðingurinn - 1957, Blaðsíða 18
12 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN lengra niður, eftir því sem líður á veturinn. Við þessa blöndun berast til yfirborðsins næringarefni, sem hafa safnazt fyrir í djúp- unum eða við botninn. Næringarefnin hafa borizt þangað með dauðum lífverum, er hafa sokkið, og við starfsemi bakteríanna, sem fyrir eru, hafa hin lífrænu efnasambönd breytzt í uppleyst ólífræn sölt. Það er því nægilegur næringarforði seinni hluta vetr- ar í yfirborðslögunum, til þess að plöntuframleiðsla geti hafizt. En vegna þess, hve birtan er lítil og plöntusvifið helzt aðeins skamma stund í yfirborðinu, þar eð það fylgir hreyfingum sjávar- ins, verður lítið úr framleiðslu á þessum tíma árs. Það er ekki fyrr en með vorinu, er sólin hækkar á lofti, sjórinn hitnar og verður léttari á yfirborðinu og það myndast svokallað hitaskiptalag, að plönturnar geta haldizt í yfirborðslögunum og notað sér bæði birt- una og næringarforðann. En þá vex upp mikill kísilþörungagróð- ur, sem á skömmum tíma eyðir mestu af því, sem fyrir var af köfn- unarefni og fosfór, ef ekki bætast við nýjar birgðir. Möguleikar á að svo verði eru mjög litlir, þar sem hitaskiptalag er mjög af- markað. Þó er alltaf svolítil plöntuframleiðsla yfir hitaskiptalagi, og má gera ráð fyrir, að endurnýjun eigi sér stað að einhverju leyti innan lagsins sjálfs. Eru það yfirleitt smávaxnar tegundir, og eins þær, er hafa sjálfstæða hreyfingu, sem einkenna gróðurinn, þegar lít- ið er af næringarefnum. Á haustin, þegar kólnun hefst á nýjan leik og áður en blöndunin verður of gagnger, verður aftur aukning í plöntuvextinum. En á þessum tíma árs nær framleiðslan hvergi nærri því magni, sem hún nær að vorinu. Víðast í strandhöfum Evrópu, og þá einnig við strendur íslands, er atburðarásin í aðalatriðum eins og hér hefur verið lýst. En nær- ingarefnin geta borizt til yfirborðsins með öðrum hætti en við lóð- rétta blöndun, sem orsakast af vetrarkólnuninni, t. d. við upp- streymi af djúpvatni. Þetta á sér stað við vesturströnd Ameríku og Afríku. Ríkja þar stöðugir frálandsvindar, sem valda því, að yfir- borðssjórinn streymir útfrá landinu. í staðinn fyrir vatnið, sem leitar út frá ströndinni, kemur næringarríkt djúpvatn upp til yfir- borðsins, skapar það mikla plöntuframleiðslu, sem aftur hefur í för með sér auðugt dýralíf. Á blöndunarsvæðum strauma berst yfirleitt mikið af næringarefnum til yfirborðsins árið um kring, og eru slík svæði mjög auðug bæði af plöntum og dýrum, svo sem á blöndunarsvæðum milli íslands og Grænlands. Þó getur það kom-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.