Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 1957, Qupperneq 29

Náttúrufræðingurinn - 1957, Qupperneq 29
RÖSKUN Á JAFNVÆGI í NÁTTÚRUNNI 23 fram ónæm engisprettuafbrigði, líkt og ýms skordýr verða smám saman ónæm fyrir vissum lyfjum. Verður þá nauðsynlegt að skipta um eyðingarlyf eða gerlaafbrigði. Sögulegt mjög er landnám kaninanna í Ástralíu. Ástralíumað- ur nokkur, Austin að nafni, fékk sendar 24 kanínur frá Evrópu árið 1859 og sleppti þeim lausum til þess að geta síðar skemmt sér við kanínuveiðar. En hér endurtók spörvasagan frá Ameríku sig og það heldur óhugnanlega. Kanínurnar urðu hin skæðasta plága, sem eyðilagði akra og annan jarðargróður. Kanínurnar átu grasið á beitilöndunum og þær nöguðu sundur jurtarætur svo gróðurinn dó og landið blés upp á stórum svæðum. Ástralíumenn snérust til varnar. Þeir eitruðu fyrir kanínurnar, m. a. með stryknin, en ekki sá högg á vatni. Aftur á móti hélt ýmsum fágætum dýrategundum við útrýmingu af eitrinu. — Hinn frægi Lois Pasteur lagði til, að reynt væri að smita kanínurnar með hænsnakóleru, en menn ótt- uðust að smita jafnframt húsdýrin og gerðu ekki tilraunina. Árið 1950 tókst loks að finna sýki, sem vann á kanínum, en virtist liættu- laus fyrir önnur dýr. Smitefnið var veira og veikin kallast „myxo- matose". Menn veiddu kanínur, dældu smitefninu í þær og slepptu þeim aftur. Síðan áttu mýflugur að bera smitefnið milli kanínanna og koma í stað lyfjadælu læknanna. Og tilraunin tókst. Árið 1951 var víða talið að 9/10 hlutar kanínustofnsins væri dauður. Hvar- vetna lágu dauðar kanínur með þrútin höfuð og „slegnar kýlum“ hið innra. En „hrygglengjan var eftir“, ef svo má segja. Sniðugur Frakki reyndi smitefnið á búgarði sínum við Chartres. Nú er lítið eftir af kanínum í Frakklandi og sýkin hefur borizt til Englands. Það einkennilega var að veruleg breyting varð á jurtagróðri. Ýmsar jurtir, sem lítið hafði borið á áður, færðust nú í aukana, báru blóm og breiddust út. Að vísu höfðu kanínurnar nagað rætur, einnig í Evrópu, en orsökin var fjölþættari. Mýs átu líka rætur og jarð- stöngla og höfðu gert svo frá ómunatíð. Refir lifa mikið á kanín- um. Þegar kanínusýkin gerði útaf við kanínurnar, misstu refirnir lífrétt sinn og urðu að lúta að því næst bezta, en það voru mýsnar. Músunum fækkaði óðum og það var jurtunum í hag. En ekki var öllum hagur að þessu. Nú sultu uglurnar heilu hungri, þær vantaði músakét! Uglum hraðfækkaði, þær dóu úr sulti. Það getur haft ýmsar óvæntar afleiðingar að trufla jafnvægið í náttúrunni. Má segja, að þar velti oft lítil þúfa þungu hlassi.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.